247 sagðir látnir í björgunaraðgerð Ísraels

Ísrael/Palestína | 9. júní 2024

247 sagðir látnir í björgunaraðgerð Ísraels

Á þriðja hundrað manns létust í björgunaraðgerð Ísraela, að sögn heilbrigðisyfirvalda á Gasa, þegar Ísraelsher bjargaði fjórum gíslum úr haldi Hamas.

247 sagðir látnir í björgunaraðgerð Ísraels

Ísrael/Palestína | 9. júní 2024

Ísraelshers á Gasa.
Ísraelshers á Gasa. AFP/Ísraelsher

Á þriðja hundrað manns létust í björgunaraðgerð Ísraela, að sögn heilbrigðisyfirvalda á Gasa, þegar Ísraelsher bjargaði fjórum gíslum úr haldi Hamas.

Á þriðja hundrað manns létust í björgunaraðgerð Ísraela, að sögn heilbrigðisyfirvalda á Gasa, þegar Ísraelsher bjargaði fjórum gíslum úr haldi Hamas.

Ísraelsher bjargaði fjórum gíslum úr haldi hryðjuverkasamtakanna Hamas í gær. Gíslarnir voru hnepptir í hald Hamas í hryðjuverkaárásinni hinn 7. október.

Gæti verið einn mannskæðasti dagur stríðsins

Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem eru undir stjórn Hamas, segja aftur á móti að Ísraelsher hafi fellt um 274 Palestínumenn í aðgerðinni.

Þetta væri þá einn sá mannskæðasti dagur í átökunum hingað til.

Talsmaður Ísraelshers, Daniel Hagari, áætlaði að innan við 100 manns hefðu farist í gær.

mbl.is