Upplifir frelsistilfinningu í garðvinnunni

Garðurinn | 9. júní 2024

Upplifir frelsistilfinningu í garðvinnunni

Hvernig garðtýpa ert þú?

Upplifir frelsistilfinningu í garðvinnunni

Garðurinn | 9. júní 2024

Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur myndi mjög gjarnan vilja vera eins og …
Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur myndi mjög gjarnan vilja vera eins og Gurrý í garðinum.

Hvernig garðtýpa ert þú?

Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur á einn stærsta garð landsins sem er hektari á stærð. Hún myndi mjög mikið vilja vera eins og Gurrý í garðinum en því miður tekur baráttan við arfann oft of langan tíma. 

Hvernig garðtýpa ert þú?

„Ég elska fallega garða og mér líður vel að vera að vesenast í garðinum. Mig langar svo innilega að minn garður sé eins og hjá henni Gurrý, en staðreyndin er reyndar sú að ég ætla mér oft um of og byrja á einhverju sem ég get svo ekki klárað almennilega. Vorverkin eru til dæmis enn í gangi hjá mér og flest beðin ókláruð.“

Vala og Ásgeir Ragnarsson í garðinum heima hjá sér.
Vala og Ásgeir Ragnarsson í garðinum heima hjá sér.

Hvað finnst þér best við garðinn þinn?

„Þar sem ég bý í Mosfellsdal og á um hektara landa þá hefur farið mestur tíminn í að gróðursetja tré og runna, en það besta og það sem mér þykir vænst um er þegar ég sé fuglana koma sér fyrir í trjánum, gera sér hreiður og syngja. Á vorin þegar farfuglarnir koma þá sit ég oft úti og fylgist með þeim þegar þeir eru að koma og tel mig vita að sömu pörin eru að koma til okkar aftur og aftur.“

Hvenær áttu þínar bestu stundir í garðinum?

„Þegar veðrið er ólýsanlega gott og fallegt, öll fjölskyldan heima að grilla og spjalla saman, borða úti, fara í leiki og vesenast, kveikja svo varðeld þegar fer að kvölda og bara horfa á allt lífið í kringum mann í blóma.“

Áttu þér uppáhaldsplöntu eða -tré?

„Ætli mér þyki ekki vænst um birkið, það er eitthvað svo grjóthart og fallegt og virðist standa af sér öll veður, frost og funa. Svo er það líka holtasóley sem var uppáhaldsblóm ömmu minnar og er jú okkar þjóðarblóm.“

Hvers vegna finnst þér skipta máli að eiga góðan garð?

„Ætli það sé ekki þetta frelsi eða frelsistilfinning sem maður fær þegar maður er að vinna í garðinum, rækta eitthvað og sjá það blómstra. Ég held líka að það sé mjög ríkt í okkar DNA-i að lifa í umhverfi þar sem hægt er að rækta garðinn sinn, rækta matjurtir, grænmeti, jafnvel korn og ávexti. Ætli ég sé ekki þessi blanda að vera bóndi og safnari því ég er enginn veiðimaður. Það að hlúa að einhverju sem gefur af sér og manni þykir vænt um. Ég gleymi aldrei fyrstu jarðarberjunum sem ég ræktaði. Mér leið eins og ég hefði slegið eitthvert met eða klifið Everest,“ segir Vala.

Ertu svona grilltýpa?

„Maðurinn minn hefur oft sagt það að hann sé besti grillari landsins. Hann á enn eftir að sanna það fyrir mér, en hann er sá sem grillar og er reyndar alveg ágætis grillari, hann má eiga það. Ég horfi bara á og fæ mér rauðvín á meðan.“

Sumarblómin komin í potta.
Sumarblómin komin í potta.

Finnst þér gaman að vinna í garðvinnu eða færðu nóg af því í vinnunni sem fornleifafræðingur?

„Þegar ég var yngri fannst mér þetta ekki eins skemmtilegt. Ég var ekki búin að fatta hversu nærandi þetta er. Svo var ég líka mikið að vinna úti og moka mold allan daginn, þannig að maður var kannski líka bara þreyttur þegar maður kom heim.“

Er eitthvað sem þér finnst leiðinlegt að gera í garðinum?

„Sko, þessi blessaði arfi er oft leiðinlegur. Mér finnst allt í lagi að hreinsa arfann þegar maður hefur tímann en svo getur þetta verið óþolandi mikið og mig langar bara að stinga allt upp.“

Hvað er betra en grilluð pítsa á sumardegi?
Hvað er betra en grilluð pítsa á sumardegi?

Hvernig er hinn fullkomni garður?

„Villtur, en samt eins og sagt er svona skipulagt kaos. Minn garður er ekki enn kominn þangað en ég er að vinna í því og mun líklegast taka langan tíma.“

Hvað er það síðasta sem þú gerðir fyrir garðinn þinn?

„Ég er enn í vorverkunum! Arfinn er enn að mestu í öllum beðum. Ég er því bara í því þessi dægrin, en henti samt í pottana í gær nokkrum sumarblómum.“

Vala fyrir framan grillið í garðinum.
Vala fyrir framan grillið í garðinum.

Getur þú lýst góðum degi í garðinum?

„Þegar allt virðist vera að fara til fjandans í þessum heimi þá er gott að klæða sig í fötin og fara út í garð, þá gleymir maður sér fljótt og fer að hugsa um hvað maður er heppinn að vera til.“

mbl.is