Áhrif kaupanna á TM hófleg að mati S&P

Landsbankinn kaupir TM | 10. júní 2024

Áhrif kaupanna á TM hófleg að mati S&P

Kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni frá Kviku, skapar bankanum tækifæri á tryggingarmarkaði, og eykur fjölbreytni í tekjustoðum hans til langs tíma, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbankanum.  

Áhrif kaupanna á TM hófleg að mati S&P

Landsbankinn kaupir TM | 10. júní 2024

Búist er við að Landsbankinn mæti kaupunum með skuldabréfaútgáfu árin …
Búist er við að Landsbankinn mæti kaupunum með skuldabréfaútgáfu árin 2024-2025 mbl.is/Árni Sæberg

Kaup Lands­bank­ans á Trygg­inga­miðstöðinni frá Kviku, skap­ar bank­an­um tæki­færi á trygg­ing­ar­markaði, og eyk­ur fjöl­breytni í tekju­stoðum hans til langs tíma, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Lands­bank­an­um.  

Kaup Lands­bank­ans á Trygg­inga­miðstöðinni frá Kviku, skap­ar bank­an­um tæki­færi á trygg­ing­ar­markaði, og eyk­ur fjöl­breytni í tekju­stoðum hans til langs tíma, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Lands­bank­an­um.  

Í til­kynn­ing­unni er vísað til álits láns­hæf­is­matsaðilans S&P global (S&P). 

Kaup­verðið er 28,6 millj­arðar króna, en það er mat S&P að kaup­in muni hafa hóf­leg áhrif á eig­in­fjár­hlut­fall bank­ans og að bank­inn muni mæta þeim áhrif­um að hluta með víkj­andi skulda­bréfa­út­gáfu árin 2024-2025. 

Að kaup­un­um lokn­um muni fram­lag TM til rekstr­ar­tekna bank­ans þar að auki nema um 5% af heild­ar­tekj­um, en í spá S&P er gert ráð fyr­ir að hagnaðarfram­lag muni smám sam­an raun­ger­ast á ár­un­um 2025-2026.

mbl.is