Atvinnurekandi í Grindavík segir stöðuna erfiða fyrir atvinnurekendur í bæjarfélaginu. Koma verði til móts við atvinnurekendur sem berjast í bökkum.
Atvinnurekandi í Grindavík segir stöðuna erfiða fyrir atvinnurekendur í bæjarfélaginu. Koma verði til móts við atvinnurekendur sem berjast í bökkum.
Atvinnurekandi í Grindavík segir stöðuna erfiða fyrir atvinnurekendur í bæjarfélaginu. Koma verði til móts við atvinnurekendur sem berjast í bökkum.
„Við erum reyndar svo heppin að við erum á öruggu svæði hér og erum að þjónusta fiskvinnslurnar mikið þannig við náum aðeins að halda opnu,“ segir Ómar Davíð Ólafsson, verslunareigandi í Grindavík.
Blaðamaður mbl.is gerði sér ferð til Grindavíkur og ræddi við atvinnurekendur á svæðinu.
Ómar segir fyrirtæki sem starfa við ferðaþjónustu í Grindavík kalla eftir aðgerðum en þau hafa öll verið meira og minna lokuð.
„Fljótlegasta leiðin til að koma líflínu og súrefni til þeirra væri að opna inn í bæinn. Þá myndu þau hætta að kvarta,“ segir Ómar en bætir við: „Maður skilur það alveg, þau geta ekki haft opið.“
Telur Ómar að nýta ætti góða veðrið til að gera við innviði í bænum.
„Núna myndum við vilja hefja framkvæmdir í bænum, nýta góða veðrið og loka sprungum, gera bæinn öruggan og opna hann.“
Að mati Ómars ætti bærinn að vera opinn þegar engin hætta er yfirvofandi. Þegar viðvörunarbjöllur hljóma ætti aftur á móti að loka honum.
Ef bærinn myndi opna hversu mikil yrði aðsóknin?
„Það eina sem ég hef áhyggjur af er að það yrði rosaleg aðsókn í bæinn, að það myndu allir koma til Grindavíkur,“ svarar Ómar.
Það kosti formúu að manna lokunarpóstinn. Í staðinn ætti að verja þeim fjármunum í gæslu í bænum og efla myndavélaeftirli.
Þið haldið þessu gangandi hér áfram?
„Við reynum.“