100 milljóna króna viðbótarframlag til UNRWA

Ísrael/Palestína | 11. júní 2024

100 milljóna króna viðbótarframlag til UNRWA

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, tilkynnti í dag um 100 milljóna króna viðbótarframlag til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) á ráðstefnu um mannúðarástandið á Gasasvæðinu.

100 milljóna króna viðbótarframlag til UNRWA

Ísrael/Palestína | 11. júní 2024

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, tilkynnti í dag um 100 milljóna króna viðbótarframlag til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) á ráðstefnu um mannúðarástandið á Gasasvæðinu.

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, tilkynnti í dag um 100 milljóna króna viðbótarframlag til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) á ráðstefnu um mannúðarástandið á Gasasvæðinu.

Með framlaginu munu íslensk stjórnvöld hafa lagt 290 milljónir til mannúðaraðstoðar í Palestínu á þessu ári.

Kemur þetta fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.  

Ráðstefnan var haldin í Jórdaníu og sótti Ásmundur Einar ráðstefnuna fyrir hönd forsætisráðherra.

Ítrekaði ákall Íslands eftir vopnahléi

Segir í tilkynningu ráðuneytisins að Ásmundur hafi flutt þar ávarp þar sem beint var athyglinni að skelfilegum veruleika barna og ungs fólks á Gasasvæðinu. Lagði hann sérstaka áherslu á að fjárfesting í velferð þeirra yrði höfð í hávegum í enduruppbyggingu að stríði loknu.

„Morð, limlestingar og gíslataka barna er aldrei réttlætanleg og sú þjáning og skortur sem þau líða nú getur grafið undan trausti og friði milli framtíðarkynslóða Palestínumanna og Ísraela,“ sagði Ásmundur í ræðu sinni

Segir einnig að Ásmundur hafi ítrekað ákall Íslands eftir tafarlausu vopnahléi, auknu mannúðaraðgengi og lausn gísla.

„Staða mannúðarmála, nauðsyn aukinnar mannúðaraðstoðar og fyrstu skref að enduruppbyggingu Gaza eru í brennidepli á ráðstefnunni. Friðaráætlun Bandaríkjaforseta sem öryggisráðið ályktaði um í gærkvöldi hefur vakið vonir um að vopnahlé komist á og hafa leiðtogar víða um heim hvatt til þess að stríðandi fylkingar setjist að samningaborðinu.“

mbl.is