Dregur kæruna gegn OpenAI til baka

Gervigreind | 12. júní 2024

Dregur kæruna gegn OpenAI til baka

Auðkýfingurinn Elon Musk hefur óvænt beðið dómstól í Kaliforníu í Bandaríkjunum um að draga til baka kæru sína gegn tæknifyrirtækinu OpenAI og for­stjóra þess, Sam Altman.

Dregur kæruna gegn OpenAI til baka

Gervigreind | 12. júní 2024

Elon Musk stefndi OpenAI í byrjun mars.
Elon Musk stefndi OpenAI í byrjun mars. AFP/Alain Jocard

Auðkýfingurinn Elon Musk hefur óvænt beðið dómstól í Kaliforníu í Bandaríkjunum um að draga til baka kæru sína gegn tæknifyrirtækinu OpenAI og for­stjóra þess, Sam Altman.

Auðkýfingurinn Elon Musk hefur óvænt beðið dómstól í Kaliforníu í Bandaríkjunum um að draga til baka kæru sína gegn tæknifyrirtækinu OpenAI og for­stjóra þess, Sam Altman.

Musk hafði stefnt fyrirtækinu á þeirri for­sendu að for­svars­menn þess hefðu gengið á bak orða sinna miðað við hvað lagt var upp með við samn­inga­borðið þegar hann féllst á að koma að stofn­un þess árið 2015.

Eins og mbl.is greindi frá í byrjun mars stefndi Musk einnig Sam Altman sem sagði meðal ann­ars í stefn­unni að fyr­ir­tækið hefði horfið frá þeirri stefnu að vera óhagnaðardrifið.

Hættu að vera óhagnaðardrifin

Musk vildi meina að í stað þess að reyna að „koma mann­kyn­inu til góða“, svo sem stofnmark­miðið hafi verið, snerist starf­semi OpenAI nú fyrst og fremst um að afla Microsoft, höfuðfjár­fest­in­um á bak við OpenAI, há­marks­gróða.

En nú greinir breska ríkisútvarpið frá því auðkýfingurinn hafi óforvarandis óskað eftir því að málið yrði látið niður falla, án þess að gefa upp neina sérstaka ástæðu fyrir niðurfellingunni.

Musk getur aftur á móti tekið upp málið að nýju óski hann þess. OpenAI hafði nýlega óskað eftir því að stefna Musks yrði felld niður.

mbl.is