Fá afslátt gegn því að leggja í stæði

Strætó | 12. júní 2024

Fá afslátt gegn því að leggja í stæði

Frá og með deginum í dag munu þeir sem taka rafskútur á leigu innan Kópavogsbæjar fá afslátt af farinu ef þeir leggja skútunum innan skilgreindra svæða við biðstöðvar Strætó.

Fá afslátt gegn því að leggja í stæði

Strætó | 12. júní 2024

Fulltrúar frá Kópavogsbæ, Strætó, Zolo og Hopp við sleppisvæði fyrir …
Fulltrúar frá Kópavogsbæ, Strætó, Zolo og Hopp við sleppisvæði fyrir rafskútur. Ljósmynd/Aðsend

Frá og með deginum í dag munu þeir sem taka rafskútur á leigu innan Kópavogsbæjar fá afslátt af farinu ef þeir leggja skútunum innan skilgreindra svæða við biðstöðvar Strætó.

Frá og með deginum í dag munu þeir sem taka rafskútur á leigu innan Kópavogsbæjar fá afslátt af farinu ef þeir leggja skútunum innan skilgreindra svæða við biðstöðvar Strætó.

Um er að ræða samstarfsverkefni Kópavogsbæjar, Strætó og rafskútuleiganna Hopp og Zolo en markmiðið er að hvetja fólk til umhverfisvæns ferðamáta og um leið bæta lagningu rafskúta í bænum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

Sleppisvæðin svokölluðu verða sýnileg inn í appi rafskútuleiganna en þau eru staðsett þannig að skúturnar verða ekki fyrir gangandi og akandi vegfarendum. 

Kópavogsbær er fyrsta sveitarfélagið sem fer þessa leið en stefnt er á að fjölga rafskútustæðum í bænum þannig að þau verði einnig við sundlaugar, íþróttamannvirki og önnur vinsæl svæði.

mbl.is