Hyggst brúa bilið milli Hamas og Ísraels

Ísrael/Palestína | 12. júní 2024

Hyggst brúa bilið milli Hamas og Ísraels

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir stjórnvöld vestanhafs halda áfram að þrýsta á Ísrael og Hamas um að koma á vopnahléi á Gasasvæðinu. Ekki sé hægt að samþykkja allar kröfur Hamas-samtakanna en vonandi verði hægt að brúa öll bil.

Hyggst brúa bilið milli Hamas og Ísraels

Ísrael/Palestína | 12. júní 2024

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er í Dóha í Katar.
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er í Dóha í Katar. AFP

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir stjórnvöld vestanhafs halda áfram að þrýsta á Ísrael og Hamas um að koma á vopnahléi á Gasasvæðinu. Ekki sé hægt að samþykkja allar kröfur Hamas-samtakanna en vonandi verði hægt að brúa öll bil.

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir stjórnvöld vestanhafs halda áfram að þrýsta á Ísrael og Hamas um að koma á vopnahléi á Gasasvæðinu. Ekki sé hægt að samþykkja allar kröfur Hamas-samtakanna en vonandi verði hægt að brúa öll bil.

Þetta sagði Antony Blinken utanríkisráðherra í dag er hann fundaði með Katörum um tillögur Bandaríkjaforseta um vopnahlé á Gasa, þar sem um 37 þúsund eru taldir látnir frá því að stríð hófst þann 7. október. 

Blinken sagði að Hamas hefðu getað sagt „skýrt og einfalt já“ en þess í stað hefðu hryðjuverkasamtökin verið tvístígandi og lagt fram aðrar kröfur.

Utanríkisráðherrarnir tveir, hinn bandaríski Antony Blinken og hinn katarski Abdulrahman …
Utanríkisráðherrarnir tveir, hinn bandaríski Antony Blinken og hinn katarski Abdulrahman bin Jassim al-Thani. AFP

Þurfa að hætta að prútta

Um kröfur Hamas hafði Blinken þetta að segja: „Sumar breytingar eru gerlegar, sumar ekki.“

„Við erum ákveðin að reyna að brúa bilin. Og ég held að þessi bil séu brúanleg,“ sagði hann enn fremur. „Það þýðir ekkert endilega að þau veði brúuð. Að lokum þurfa Hamas að ákveða sig.“

„Því lengur sem þetta heldur áfram því fleiri munu kveljast, og nú er tíminn til að hætta að prútta.“

mbl.is