Karl konungur grínaðist með Íslandsleikinn

Kóngafólk í fjölmiðlum | 12. júní 2024

Karl konungur grínaðist með Íslandsleikinn

Sigur Íslands á Englandi á Wembley á föstudaginn fór ekki fram hjá Karli Bretakonungi. Hann grínaðist með leikinn við David Beckham á þriðjudaginn. Karl var að veita viðurkenningu í St. James-höll þar sem Beckham var gestur. 

Karl konungur grínaðist með Íslandsleikinn

Kóngafólk í fjölmiðlum | 12. júní 2024

Það fór vel á með Karli konungi og David Beckham …
Það fór vel á með Karli konungi og David Beckham þegar þeir ræddu knattspyrnumál. AFP/Kirsty Wigglesworth

Sigur Íslands á Englandi á Wembley á föstudaginn fór ekki fram hjá Karli Bretakonungi. Hann grínaðist með leikinn við David Beckham á þriðjudaginn. Karl var að veita viðurkenningu í St. James-höll þar sem Beckham var gestur. 

Sigur Íslands á Englandi á Wembley á föstudaginn fór ekki fram hjá Karli Bretakonungi. Hann grínaðist með leikinn við David Beckham á þriðjudaginn. Karl var að veita viðurkenningu í St. James-höll þar sem Beckham var gestur. 

„Hvað var þetta á Wembley?“ spurði Karl knattspyrnustjörnuna fyrrverandi að því fram kemur á vef Daily Mail

„Ég held að við ættum ekki að lesa of mikið í þetta,“ svaraði Beckham en leikurinn var vináttuleikur. 

„Það skiptir ekki máli er það nokkuð? Þetta var eins konar upphitun. Þú vilt ekki eyða allri orkunni í upphafi,“ sagði konungurinn og sáust þeir félagar hlæja. 

Karl konungur sló á létta strengi í spjalli við David …
Karl konungur sló á létta strengi í spjalli við David Beckham. Ísland kom við sögu. AFP/Kirsty Wigglesworth
mbl.is