Kvarta undan óeðlilegum afskiptum Sigurðar Inga

Vín í verslanir | 12. júní 2024

Kvarta undan óeðlilegum afskiptum Sigurðar Inga

Áfengisnetverslunin Sante ehf. sendi í dag kvörtun til umboðsmanns Alþingis. Kvartað er undan óeðlilegum pólitískum afskiptum fjármála- og efnahagsráðherra af lögreglurannsókn.

Kvarta undan óeðlilegum afskiptum Sigurðar Inga

Vín í verslanir | 12. júní 2024

Áfengisverslunin Sante ehf. hefur sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis.
Áfengisverslunin Sante ehf. hefur sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis. Kristinn Magnússon

Áfengisnetverslunin Sante ehf. sendi í dag kvörtun til umboðsmanns Alþingis. Kvartað er undan óeðlilegum pólitískum afskiptum fjármála- og efnahagsráðherra af lögreglurannsókn.

Áfengisnetverslunin Sante ehf. sendi í dag kvörtun til umboðsmanns Alþingis. Kvartað er undan óeðlilegum pólitískum afskiptum fjármála- og efnahagsráðherra af lögreglurannsókn.

Greint var frá í gær á mbl.is að Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra- og efnahagsráðherra, hafi sent lögreglunni erindi vegna netsölu áfengis til neytenda hér á landi. Í bréfinu er því haldið fram að starfsemi netsölufyrirtækisins sé ólögleg.

Sigurður hafi farið með rangt mál

Segir í kvörtun Sante ehf. að bréf Sigurðar Inga sé bersýnilega ætlað að hafa áhrif á rannsókn lögreglu.

„Við teljum að þetta séu óeðlileg afskipti af lögregluvaldi og brot á þrískiptingu ríkisvaldsins, þar sem fjármálaráðherra hefur ekki valdheimildir í þessum málaflokki,” segir í kvörtuninni.

Nefnir fyrirtækið enn fremur að Sigurður Ingi hafi, í bréfinu, farið með rangfærslur varðandi starfsemi Sante ehf.

„[...]en með því að rannsaka ekki málið braut ráðherrann bæði gegn siðareglum Stjórnarráðs Íslands og sinnti ekki rannsóknarskyldu sinni samkvæmt stjórnsýslulögum.”

Brjóti gegn stjórnsýslureglum og réttindum

Sakar fyrirtækið Sigurð Inga um að skrifa bréfið til að koma pólitískum áherslumálum sínum á framfæri og er tekið fram að hann hafi margsinnis lýst yfir afstöðu sinni að hann sé á móti frjálsri verslun áfengis.

„Það er algjörlega ólíðandi í réttarríki að lesa um það í fjölmiðlum að ráðherra sé að reyna að hafa áhrif á lögreglurannsókn. Að ráðherra, sem á stóran þátt í löggjafarvaldi og fer með fjárveitingarvald til lögreglu, lýsi afstöðu sinni til lögmætis starfsemi okkar með þeim hætti sem gert er í bréfinu. Við teljum að afskipti fjármála- og efnahagsráðherra brjóti verulega gegn stjórnsýslureglum og réttindum okkar,“ segir í kvörtuninni enn fremur. 

Fyrr í dag sendi dómsmálaráðuneytið frá sér tilkynningu þar sem kom fram að ráðuneyti Stjórn­ar­ráðsins og ráðherr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar eigi ekki að hafa af­skipti af því hvort eða hvernig mál séu tek­in til rann­sókn­ar sem saka­mál.

mbl.is