Þjóðhátíðardagur Íslendinga verður haldinn hátíðlegur á 17. júní næstkomandi. Það er því vel við hæfi að fagna íslenskri hönnun á óskalista vikunnar, en þar finnur þú tíu spennandi vörur eftir íslenska hönnuði sem tengja má við Ísland og íslenska menningu á einn eða annan hátt.
Þjóðhátíðardagur Íslendinga verður haldinn hátíðlegur á 17. júní næstkomandi. Það er því vel við hæfi að fagna íslenskri hönnun á óskalista vikunnar, en þar finnur þú tíu spennandi vörur eftir íslenska hönnuði sem tengja má við Ísland og íslenska menningu á einn eða annan hátt.
Þjóðhátíðardagur Íslendinga verður haldinn hátíðlegur á 17. júní næstkomandi. Það er því vel við hæfi að fagna íslenskri hönnun á óskalista vikunnar, en þar finnur þú tíu spennandi vörur eftir íslenska hönnuði sem tengja má við Ísland og íslenska menningu á einn eða annan hátt.
Við vitum það manna best að veðrið á Íslandi getur verið óútreiknanlegt, líka á sumrin. Þá er gott að eiga flík sem auðvelt er að henda yfir sig og veitir hlýju – og ekki verra að það sé íslensk hönnun!
Slæður og klútar eru heitasta tískutrendið um þessar mundir eftir að Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, kom þeim á kortið í kosningarbaráttunni. Þessa fögru silkislæðu prýða teikningar af plöntum sem finnast í íslensku flórunni.
Vasar gerast varla meira íslenskir en þessi frá Kerrvk, en hann gleður ekki bara augað heldur er hann handgerður úr postulíni og eldfjallaösku!
Það þarf ekki að sannfæra þá sem vita hvernig íslenska sumarið lyktar um að þessi ilmur sé góður, þeir bara vita það! Ilmurinn er samstarfsverkefni 66° Norður og Fischersund og er innblásin af íslenskri náttúru.
Á Íslandi ríkir mikil sundmenning og því þurfa allir Íslendingar að eiga góðan sundfatnað, sérstaklega fyrir sumarið! Þessi tryllti sundbolur er frá íslenska merkinu Swimslow og kallast Laugaskarð eins og sundlaugin í Hveragerði sem margir halda upp á.
Það ættu allir að eiga eina klassíska pönnukökupönnu í eldhúsinu til að geta töfrað fram hinar ómótstæðilegu íslensku pönnukökur, en að mati margra eru þær ómissandi hluti af 17. júní!
Þetta skemmtilega verk tengja eflaust margir við, enda ekki hægt að þræta fyrir það að hér á Íslandi sé kalt, dýrt og guðdómlega fallegt að vera. Verkið kallast Nýi íslenski fáninn og er eftir Margréti Bjarnadóttur.
Ólíkt mörgum öðrum stöðum í heiminum þá er peysuveður á Íslandi á sumrin frekar en á haustin. Það er alltaf jafn gaman að eiga góða peysu sem er í senn hlý og falleg, en þessi frá Farmers Market er með fallegu mynstri sem gleður sannarlega augað.
Margir íslenskir hönnuðir sækja innblástur í landið okkar enda býr það yfir ómældri fegurð. Hér má sjá afar fallegan hring sem ber heitir Jökull og er úr línunni Eldur og Ís frá skartgripamerkinu Sign.
Ilmkertið Stormur frá URÐ er innblásinn af vetrinum og kröftugum veðrabreytingum þess árstíma, en hann veitir hlýju og hugarró hvernig sem viðrar.