80% strandveiðibáta rukkaðir vegna umframafla

Strandveiðar | 13. júní 2024

80% strandveiðibáta rukkaðir vegna umframafla

Alls hefur 567 útgerðum á strandveiðum verið tilkynnt að þær hafi landað afla umfram leyfilegt magn í maí og verða þær krafnar um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla í samræmi við ákvæði laga, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Fiskistofu.

80% strandveiðibáta rukkaðir vegna umframafla

Strandveiðar | 13. júní 2024

Strandveiðibátar lönduðu samtals 82,6 tonnum umfram leyfilegt hámark í maí.
Strandveiðibátar lönduðu samtals 82,6 tonnum umfram leyfilegt hámark í maí. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Alls hefur 567 útgerðum á strandveiðum verið tilkynnt að þær hafi landað afla umfram leyfilegt magn í maí og verða þær krafnar um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla í samræmi við ákvæði laga, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Fiskistofu.

Alls hefur 567 útgerðum á strandveiðum verið tilkynnt að þær hafi landað afla umfram leyfilegt magn í maí og verða þær krafnar um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla í samræmi við ákvæði laga, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Fiskistofu.

Alls lönduðu 703 bátar strandveiðiafla í maí og nær því innheimtan til meira en 80% strandveiðibáta.

Umframaflinn nam rúmlega 82 tonnum í maí sem gerir meðalumframafla 145,7 kíló á bát miðað við 567 báta. Magn umframafla er hins vegar mjög mismunandi eftir bátum og lönduðu þeir 20 bátar sem lönduðu mestum umframafla í maí samanlagt 10 tonnum af slíkum afla, en sá sem landaði mestum umframafla landaði tæplega 680 kílóum umfram leyfilegt hámark.

Fiskistofa greinir frá því að eftir 20. júní verði hægt að greiða gjaldið í heimabanka en þá munu reikningar vegna gjaldsins verða aðgengilegir í stafrænu pósthólfi á Ísland.is.

mbl.is