Gekk í tvo tíma að Leifsstöð: Leigubíllinn of dýr

TikTok | 13. júní 2024

Gekk í tvo tíma að Leifsstöð: Leigubíllinn of dýr

Ferðamaður á Íslandi hefur vakið athygli um víða veröld eftir að hafa gengið í rúmlega tvo klukkutíma frá Keflavík að Leifsstöð. Þetta gerði hún vegna þess að Strætó gekk ekki að flugvellinum á þessum tíma og þótti henni leigubílagjaldið of dýrt.

Gekk í tvo tíma að Leifsstöð: Leigubíllinn of dýr

TikTok | 13. júní 2024

Leigubíllinn þótti of dýr.
Leigubíllinn þótti of dýr. Samsett mynd

Ferðamaður á Íslandi hefur vakið athygli um víða veröld eftir að hafa gengið í rúmlega tvo klukkutíma frá Keflavík að Leifsstöð. Þetta gerði hún vegna þess að Strætó gekk ekki að flugvellinum á þessum tíma og þótti henni leigubílagjaldið of dýrt.

Ferðamaður á Íslandi hefur vakið athygli um víða veröld eftir að hafa gengið í rúmlega tvo klukkutíma frá Keflavík að Leifsstöð. Þetta gerði hún vegna þess að Strætó gekk ekki að flugvellinum á þessum tíma og þótti henni leigubílagjaldið of dýrt.

Hin ástralska Macey Jane birti myndskeið á samfélagsmiðlinum TikTok á dögunum sem hefur nú fengið yfir tvær og hálfa milljón áhorfa.

Ganga allir Íslendingar út á flugvöll?

„Þegar almenningssamgöngur ganga ekki út á flugvöll kl. 5 og leigubíll kostar 200 dali [28 þús. kr.] svo þú gengur í tvo og hálfan tíma að flugvellinum með fartöskuna þína,“ skrifar netverjinn, sem bendir einnig á að gangan verði góð saga við kvöldverðarborðið einn daginn. Hún svarar einum ummælum 

Fólk er greinilega vant öðrum gæðastöðlum í almenningssamgöngum erlendis, að minnsta kosti út frá ummælum undir myndskeiðinu að dæma. 

En það var þó gönguleið, eða í raun hjólastígur, að flugvellinum „eins og að ganga út á flugvöll sé almenn upplifun [á Íslandi],“ skrifar Macy Jane í svari við ummælum undir færslunni.

@therealmaceyjane Replying to @Traveltomtom Me talking to myself to pass the time hahaha #iceland #backpacking #travelstory ♬ original sound - MACEY JANE⭐️
mbl.is