Harðir bardagar nálægt mikilvægum bæ

Úkraína | 13. júní 2024

Harðir bardagar nálægt mikilvægum bæ

Úkraínskar hersveitir hafa átt í hörðum bardögum við Rússa skammt frá bænum Chasiv Yar.

Harðir bardagar nálægt mikilvægum bæ

Úkraína | 13. júní 2024

Úkraínskir hermenn í skriðdreka í Dónetsk-héraði um síðustu helgi.
Úkraínskir hermenn í skriðdreka í Dónetsk-héraði um síðustu helgi. AFP/Genya Savilov

Úkraínskar hersveitir hafa átt í hörðum bardögum við Rússa skammt frá bænum Chasiv Yar.

Úkraínskar hersveitir hafa átt í hörðum bardögum við Rússa skammt frá bænum Chasiv Yar.

Bærinn er hernaðarlega mikilvægur því ef Rússar ná honum á sitt vald gætu þeir náð góðri fótfestu í Dónetsk-héraði í austurhluta Úkraínu.

Tilkynning úkraínska hersins um þessa hörðu bardaga kom á sama tíma og Volodimir Selenskí Úkraínuforseti mætti til fundar með leiðtogum G7-ríkjanna á Ítalíu. Þar vonast hann til að tryggja meira fjármagn fyrir hersveitir sínar, sem skortir vopn í baráttunni gegn Rússum.

Reykur í nágrenni Chasiv Yar í síðasta mánuði.
Reykur í nágrenni Chasiv Yar í síðasta mánuði. AFP/Genya Savilov

Blaðafulltrúi úkraínska hersins sagði Rússa reyna, án árangurs, að ná fótfestu í Chasiv Yar en bætti við að mjög erfitt væri að verja svæðið.

„Óvinurinn notar allt sem hann hefur yfir að ráða, árásardróna, skotvopn og mannafla,” sagði blaðafulltrúinn.

mbl.is