Keyptu dýrasta hús Íslands og selja 450 milljóna lúxushús

Heimili | 13. júní 2024

Keyptu dýrasta hús Íslands og selja 450 milljóna lúxushús

Við Stórakur 5 í Garðabæ er að finna 386 fm einbýli sem reist var 2015. Ívar Örn Guðmundsson arkitekt teiknaði húsið bæði að innan og utan. Eigendur hússins eru Hannes Hilmarsson einn af stærstu eigendum Atlanta flugfélagsins og eiginkona hans, Guðrún Þráinsdóttir. Þau rötuðu í fréttir á dögunum þegar þau festu kaup á dýrasta húsi Íslands sem er við Mávanes í Garðabæ. Húsið keyptu þau af Ingu Lind Karlsdóttur eiganda Skot Productions. 

Keyptu dýrasta hús Íslands og selja 450 milljóna lúxushús

Heimili | 13. júní 2024

Húsið við Stórakur 5 er sérlega glæsilegt.
Húsið við Stórakur 5 er sérlega glæsilegt. Ljósmynd/Sölumyndir.is

Við Stórakur 5 í Garðabæ er að finna 386 fm einbýli sem reist var 2015. Ívar Örn Guðmundsson arkitekt teiknaði húsið bæði að innan og utan. Eigendur hússins eru Hannes Hilmarsson einn af stærstu eigendum Atlanta flugfélagsins og eiginkona hans, Guðrún Þráinsdóttir. Þau rötuðu í fréttir á dögunum þegar þau festu kaup á dýrasta húsi Íslands sem er við Mávanes í Garðabæ. Húsið keyptu þau af Ingu Lind Karlsdóttur eiganda Skot Productions. 

Við Stórakur 5 í Garðabæ er að finna 386 fm einbýli sem reist var 2015. Ívar Örn Guðmundsson arkitekt teiknaði húsið bæði að innan og utan. Eigendur hússins eru Hannes Hilmarsson einn af stærstu eigendum Atlanta flugfélagsins og eiginkona hans, Guðrún Þráinsdóttir. Þau rötuðu í fréttir á dögunum þegar þau festu kaup á dýrasta húsi Íslands sem er við Mávanes í Garðabæ. Húsið keyptu þau af Ingu Lind Karlsdóttur eiganda Skot Productions. 

Ljósmynd/Sölumyndir.is

Húsið við Stórakur er engin smásmíði en ásett verð er 450 milljónir. Mikið er lagt í alla hönnun og efnivið og eru veggir til dæmis klæddir með náttúruflísum. 

Eldhús og stofa eru samliggjandi og er mikið lagt í allar innréttingar. Í eldhúsinu eru glæsilegar sérsmíðaðar innréttingar með vönduðum steinborðplötum. 

Ljósmynd/Sölumyndir.is

Húsið er ekki bara ríkulegt að innan heldur er útisvæðið sérlega vel heppnað. Þar er til dæmis útiarinn, heitur pottur, kaldur pottur og stór verönd þar sem hægt er að njóta lífsins í botn. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Stórkakur 5

mbl.is