Landssamband lögreglumanna og BSRB-félög skrifa undir

Kjaraviðræður | 13. júní 2024

Landssamband lögreglumanna og BSRB-félög skrifa undir

Samninganefnd ríkisins hefur undirritað nýja kjarasamninga við samninganefnd Landssambands lögreglumanna annars vegar og fulltrúa sjö aðildarfélaga BSRB hins vegar. 

Landssamband lögreglumanna og BSRB-félög skrifa undir

Kjaraviðræður | 13. júní 2024

Samninganefndir Landssambands lögreglumanna og ríkisins undirrita nýjan kjarasamning.
Samninganefndir Landssambands lögreglumanna og ríkisins undirrita nýjan kjarasamning. Ljósmynd/Aðsend

Samninganefnd ríkisins hefur undirritað nýja kjarasamninga við samninganefnd Landssambands lögreglumanna annars vegar og fulltrúa sjö aðildarfélaga BSRB hins vegar. 

Samninganefnd ríkisins hefur undirritað nýja kjarasamninga við samninganefnd Landssambands lögreglumanna annars vegar og fulltrúa sjö aðildarfélaga BSRB hins vegar. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá BSRB.

Kjarasamningarnir gilda frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028 og fela í sér sambærilegar launahækkanir og samið var um á almennum vinnumarkaði fyrr á árinu. Þar með hefur verið gengið frá kjarasamningum við meirihluta aðildarfélaga BSRB. 

Sjö félög undir

Þau sjö aðildarfélög BSRB sem um ræðir eru: Kjölur, Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi, FOSS - stéttarfélag í almannaþjónustu og starfsmannafélög Húsavíkur, Kópavogs, Suðurnesja og Vestmannaeyjabæjar. 

Á næstu dögum verða nýir kjarasamningar kynntir fyrir félagsfólki áður en gengið verður til atkvæðagreiðslu.

mbl.is