Matthías og Katrín trúlofuð í New York-borg

Allt fyrir ástina | 13. júní 2024

Matthías og Katrín trúlofuð í New York-borg

Körfuboltaspekingurinn Matthías Orri Sigurðarson og Katrín Kristinsdóttir, fjármálahagfræðingur hjá Íslandssjóðum, trúlofuðu sig í New York-borg þann 7. júní síðastliðinn. 

Matthías og Katrín trúlofuð í New York-borg

Allt fyrir ástina | 13. júní 2024

Matthías Orri Sigurðarson og Katrín Kristinsdóttir eru trúlofuð eftir tæplega …
Matthías Orri Sigurðarson og Katrín Kristinsdóttir eru trúlofuð eftir tæplega átta ára samband. Samsett mynd

Körfuboltaspekingurinn Matthías Orri Sigurðarson og Katrín Kristinsdóttir, fjármálahagfræðingur hjá Íslandssjóðum, trúlofuðu sig í New York-borg þann 7. júní síðastliðinn. 

Körfuboltaspekingurinn Matthías Orri Sigurðarson og Katrín Kristinsdóttir, fjármálahagfræðingur hjá Íslandssjóðum, trúlofuðu sig í New York-borg þann 7. júní síðastliðinn. 

Katrín tilkynnti trúlofunina í færslu á Instagram, en með henni birti hún fallega mynd af sér og Matthíasi með útsýni yfir New York-borg í bakgrunni. „7.júní 2024. Auðveldasta já lífs míns, gæti ekki hugsaði mér betri ferðafélaga í gegnum lífið,“ skrifaði hún.

Hafa komið sér vel fyrir í Kópavogi

Matthías á að baki glæstan körfuboltaferill, en hann spilaði bæði með ÍR og KR á ferli sínum. Þau Matthías og Katrín hafa verið saman í dágóðan tíma, eða í að verða átta ár, og hafa komið sér vel fyrir í fallegri íbúð í Kópavogi.

Blaðamaður Smartlands fór í innlit til Katrínar og Matthíasar árið 2022, en á heimili þeirra ráða dökkir tónar og granítsteinn ríkjum. 

„Það er margt sem heillaði við íbúðina en það sem mætti helst nefna eru fal­leg­ir stór­ir glugg­ar, mik­il loft­hæð og fal­leg­ar inn­rétt­ing­ar og gólf, en fyrr­um eig­andi hafði fengið Berg­lindi Berndsen inn­an­húss­arki­tekt til þess að hanna íbúðina,“ sagði Katrín í viðtalinu.

Smartland óskar þeim innilega til hamingju með trúlofunina!

mbl.is