Sameyki skrifaði undir samning við borgina

Kjaraviðræður | 13. júní 2024

Sameyki skrifaði undir samning við borgina

Samninganefnd Sameykis og Reykjavíkurborgar skrifuðu undir kjarasamninga í þriðja tímanum nótt.

Sameyki skrifaði undir samning við borgina

Kjaraviðræður | 13. júní 2024

Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari, Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis og Jenný Stefánsdóttir, …
Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari, Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis og Jenný Stefánsdóttir, lögfræðingur hjá Sameyki. Ljósmynd/Aðsend

Samninganefnd Sameykis og Reykjavíkurborgar skrifuðu undir kjarasamninga í þriðja tímanum nótt.

Samninganefnd Sameykis og Reykjavíkurborgar skrifuðu undir kjarasamninga í þriðja tímanum nótt.

Í tilkynningu frá Sameyki segir að gildistími samningsins sé til fjögurra ára, frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028.

Kjarasamningurinn er gerður í kjölfar kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í mars 2024. Nú hefst vinna við að útbúa kynningarefni og verður kynningarfundur auglýstur á næstu dögum.

Í gærkvöld gengu samninganefndir ríkisins og Sameykis frá samkomulagi um breytingar og framlenginu á kjarasamningum aðila við fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs.

mbl.is