Snilldarráð Auðar fyrir pönnukökubaksturinn

Uppskriftir | 13. júní 2024

Snilldarráð Auðar fyrir pönnukökubaksturinn

Þegar undirrituð leitaði til Auðar Agnar Árnadóttur og Sylvíu Haukdal hjá 17 Sortum á dögunum varðandi hugmyndir að þjóðlegu bakkelsi fyrir þjóðhátíðardaginn, laumaði Auður því að mér að hún lumaði á snilldarráði sem gerði pönnukökubaksturinn eins auðveldan og hann gæti orðið. Ég fékk hana að sjálfsögðu til að deila þessu ráði með lesendum Matarvefsins.

Snilldarráð Auðar fyrir pönnukökubaksturinn

Uppskriftir | 13. júní 2024

Auður Ögn Árnadóttir hjá 17 Sortum lumar á snilldarráði fyrir …
Auður Ögn Árnadóttir hjá 17 Sortum lumar á snilldarráði fyrir pönnukökubaksturinn. Til hátíðarbrigða gerir hún vel við sig þegar pönnukökurnar eru bornar fram. Samsett mynd

Þegar undirrituð leitaði til Auðar Agnar Árnadóttur og Sylvíu Haukdal hjá 17 Sortum á dögunum varðandi hugmyndir að þjóðlegu bakkelsi fyrir þjóðhátíðardaginn, laumaði Auður því að mér að hún lumaði á snilldarráði sem gerði pönnukökubaksturinn eins auðveldan og hann gæti orðið. Ég fékk hana að sjálfsögðu til að deila þessu ráði með lesendum Matarvefsins.

Þegar undirrituð leitaði til Auðar Agnar Árnadóttur og Sylvíu Haukdal hjá 17 Sortum á dögunum varðandi hugmyndir að þjóðlegu bakkelsi fyrir þjóðhátíðardaginn, laumaði Auður því að mér að hún lumaði á snilldarráði sem gerði pönnukökubaksturinn eins auðveldan og hann gæti orðið. Ég fékk hana að sjálfsögðu til að deila þessu ráði með lesendum Matarvefsins.

Aðferðin skiptir sköpun

Auður segist nota uppskrift af pönnukökum frá langömmu sinni Halldóru, en að uppskriftin sé svo sem hvorki betri né verri en aðrar slíkar, heldur sé það aðferðin sem skipti sköpum.

„Ég á 5 börn og bráðum 5 barnabörn og 4 tengdabörn þannig að það getur verið fjörugt þegar við komum öll saman, sem er bara skemmtilegt, en ég byrjaði að þróa þessa aðferð þegar að ég sá fram á að þurfa að fæða fjöldann á sem skemmstum tíma,“ segir Auður brosandi.

„Öll elska þau pönnukökur og ég get verið mjög snögg að henda í 1-2 uppskriftir af þessari dásemd og þegar bakað er á 2-3 pönnum í einu tekur þetta enga stund. Ég tek fram könnuna á blandaranum mínum og nota mælieiningarnar sem á honum eru til mæla innihaldsefnin, þannig set ég þau í blandarann hver á eftir öðru, skelli könnunni í blandarann og læt hann ganga í 20-30 sekúndur á lægsta hraða. Síðan helli ég úr blandarakönnunni beint á pönnuna þegar ég baka pönnukökurnar þannig að allt uppvaskið eftir baksturinn er þessi eina kanna.“

Mælikannan er það eina sem Auður þarf fyrir baksturinn fyrir …
Mælikannan er það eina sem Auður þarf fyrir baksturinn fyrir undan pönnukökupönnurnar. Ljósmynd/Auður Ögn Árnadóttir

Heimagerða sulta Royal Chamboard sparinammi

Auður er mikill sælkeri og nýtur þess að gera vel við sig á betri dögum. Þegar hún ber pönnukökurnar fram fyrir yngri kynslóðina er það yfirleitt með sykri og/eða Nutella. Sjálf vill hún rjóma og sultu til hátíðarbrigða, þá helst Royal Chamboard sultu sem er heimagerð.  „Ég geri yfirleitt Royal Chamboard sultu einu á ári með systrum mínum, en sú sulta er algjört sparinammi og hreinlega efni í annað viðtal,“ segir Auður og brosir.

Pönnukökurnar eiga vel við á 17. júní.
Pönnukökurnar eiga vel við á 17. júní. Ljósmynd/Auður Ögn Árnadóttir

Hér er komin uppskrift að pönnukökunum hennar Auðar úr smiðju langömmu hennar og snilldarráðið við baksturinn sem einfaldar lífið. Auður notar engan sykur í deigið, því pönnukökurnar eru sykraðar um leið og þær koma af pönnunni og henni finnst það duga.

Upprúllaðar pönnukökur með sykri og pönnukökur með sultu og rjóma …
Upprúllaðar pönnukökur með sykri og pönnukökur með sultu og rjóma njóta ávallt mikilla vinsælda. Ljósmynd/Auður Ögn Árnadóttir

Pönnukökur Halldóru langömmu

Um það bil 25 pönnukökur

  • Mjólk
  • Hveiti
  • Egg
  • Smjör við stofuhita
  • Vanillu- og sítrónudropar
  • Salt

Aðferð:

  1. Byrjið á að hella mjólk í könnuna upp að 500 ml markinu, bætið þar næst við hveiti upp að 950 ml markinu, eggjum að 1150 ml markinu og smjöri að 1200 ml.
  2. Út í þetta fer dass af vanilludropum og sítrónudropum ( 2-3 tsk. í heildina) og klípa af salti.
  3. Þegar búið er að láta deigið samlagast í blandaranum er gott að hvíla deigið í 20-30 mínútur, en alls ekki nauðsynlegt ef ekki vinnst tími til.
  4. Auður ber svo pönnukökurnar fram með annað hvort með sykri eða Nutella því þannig finnst barnabörnunum hennar þær besta.
Til hátíðarbrigða er ljúft að bera fram kampavín með íslensku …
Til hátíðarbrigða er ljúft að bera fram kampavín með íslensku pönnukökunum. Ljósmynd/Auður Ögn Árnadóttir
mbl.is