Ungt fólk hafnaði nostal­g­íu­stjórn­mál­um

Alþingi | 13. júní 2024

Ungt fólk hafnaði nostal­g­íu­stjórn­mál­um

Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, sagði jákvæð teikn á lofti í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gærkvöldi.

Ungt fólk hafnaði nostal­g­íu­stjórn­mál­um

Alþingi | 13. júní 2024

Lenya Rún Taha Karim, þingmaður Pírata, segir flokkinn vera í …
Lenya Rún Taha Karim, þingmaður Pírata, segir flokkinn vera í liði með fólkinu í landinu. mbl.is/Arnþór

Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, sagði jákvæð teikn á lofti í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gærkvöldi.

Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, sagði jákvæð teikn á lofti í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gærkvöldi.

„Forsetakosningarnar voru forskrift að því sem koma skal í næstu alþingiskosningum. Ungt fólk mætti á kjörstað og hafnaði nostalgíustjórnmálum. Hræðsla stjórnarflokkanna við kosningar er skiljanleg,“ sagði Lenya.

Nýir kjósendur brenni fyrir því að tryggja framtíð sinnar kynslóðar.

„Það mun ekki stranda á Pírötum að gera okkar til að efla lýðræðislega þátttöku almennings enda var hreyfingin mynduð í kringum þá fallegu hugmynd. Við trúum á opna stjórnsýslu, aðgengi að opinberum upplýsingum og þátttöku almennings í stjórnmálum svo raddir allra borgara heyrist,“ sagði Lenya.

Vilja breyta sérkennilegri pólitískri stöðu

Lenya sagði í upphafi ræðu sinnar að Píratar vilji breyta þeirri sérkennilegu stöðu sem uppi er í stjórnmálum í dag. Þrátt fyrir sjö ára valdasetu ríkisstjórnarinnar stöndum við frammi fyrir meiri óvissu en hún hefur áður upplifað.

„Óvissa um málefni Grindvíkinga sem þurftu að flýja heimili sín fyrir mörgum mánuðum, óvissa vegna loftslagsbreytinga, óvissa þegar kemur að fyrirsjáanleika í pólitík, óvissa um hvaða ráðherra situr í hvaða ráðuneyti og óvissa um hvort næsta ríkisstjórn sé að taka við ríkissjóði eða þrotabúi,“ sagði Lenya.

Hún segir ríkisstjórnina eflaust hafa komið góðum málum í verk en þau hafi týnst í hneykslismálum, stólaleikjum, spillingu og óskhyggju í umhverfis- og loftslagsmálum.

„Við í Pírötum erum í liði með fólkinu í landinu sem er fyrir löngu orðið þreytt á þessu.“ 

mbl.is