Alvara hjá heitasta pari í heimi

Ást í Hollywood | 14. júní 2024

Alvara hjá heitasta pari í heimi

Leikarinn Bradley Cooper og fyrirsætan Gigi Hadid eru án efa eitt heitasta par í heimi. Rómantíkin gengur vel hjá ofurparinu og er þeim alvara með sambandinu. 

Alvara hjá heitasta pari í heimi

Ást í Hollywood | 14. júní 2024

Bradley Cooper og Gigi Hadid eru enn saman.
Bradley Cooper og Gigi Hadid eru enn saman. Samsett mynd

Leikarinn Bradley Cooper og fyrirsætan Gigi Hadid eru án efa eitt heitasta par í heimi. Rómantíkin gengur vel hjá ofurparinu og er þeim alvara með sambandinu. 

Leikarinn Bradley Cooper og fyrirsætan Gigi Hadid eru án efa eitt heitasta par í heimi. Rómantíkin gengur vel hjá ofurparinu og er þeim alvara með sambandinu. 

„Gigi og Bradley eru svo hamingjusöm og sæt saman,“ sagði heimildarmaður slúðurmiðilsins ET

„Þau njóta skemmtilegu stefnumótanna og reyna að vera í núinu og einbeita sér að hvort öðru þegar þau fara út á meðal fólks, jafnvel þegar það er mikil athygli á þeim,“ sagði heimildarmaðurinn. „Það er alvara í sambandinu,“ bætti hann við.

Þrátt fyrir þá alvöru sem er í sambandinu er parið ekki búið að vera saman í heilt ár en þau sáust fyrst saman í október í fyrra.

Fyrrverandi makar líka ánægðir

Cooper og Hadid eiga það sameiginlegt að vera foreldrar. Cooper á dóttur með fyrirsætunni Irinu Shayk og Hadid á dóttur með tónlistarmanninum Zayn Malik. Fyrrverandi makar þeirra eru ánægðir með nýja sambandið. 

„Zayn er á góðum stað og samþykkir samband Gigi og Bradleys,“ sagði heimildarmaður og sagði það sama um Irinu Shayk. „Irina er ánægð og einbeitir sér að sínu lífi.“

Bradley Cooper var áður með Irinu Shayk.
Bradley Cooper var áður með Irinu Shayk. AFP/ Mark RALSTON
Gigi Hadid og Zayn Malik voru áður par.
Gigi Hadid og Zayn Malik voru áður par. AFP/Larry Busacca
mbl.is