Erlend fjárfesting í eldi dreifi áhættu

Fiskeldi | 14. júní 2024

Erlend fjárfesting í eldi dreifi áhættu

Erlent eignarhald í íslensku fiskeldi er sagður styrkleiki í nýlegri greiningu Radarsins, en Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi halda úti vefsíðunni þar sem birt er mikið af tölfræðilegum gögnum um sjávarútveg og fiskeldi.

Erlend fjárfesting í eldi dreifi áhættu

Fiskeldi | 14. júní 2024

Á Radarnum er fullyrt að erlend fjárfesting í fiskeldi hér …
Á Radarnum er fullyrt að erlend fjárfesting í fiskeldi hér á landi hafi mikla kosti. mbl.is/Ágúst Ingi

Erlent eignarhald í íslensku fiskeldi er sagður styrkleiki í nýlegri greiningu Radarsins, en Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi halda úti vefsíðunni þar sem birt er mikið af tölfræðilegum gögnum um sjávarútveg og fiskeldi.

Erlent eignarhald í íslensku fiskeldi er sagður styrkleiki í nýlegri greiningu Radarsins, en Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi halda úti vefsíðunni þar sem birt er mikið af tölfræðilegum gögnum um sjávarútveg og fiskeldi.

„Til eru þeir sem virðast draga í efa að fiskeldi skilji nokkuð eftir sig hér á landi eða hafi raunverulega efnahagslega þýðingu fyrir land og þjóð. Þetta má aðallega heyra frá þeim sem telja erlent eignarhald neikvætt en nokkur eldisfyrirtækja hér á landi eru í meirihlutaeigu erlendra aðila. Undir það er ekki hægt að taka því erlend fjárfesting á mikilvægan þátt í því að dreifa fjárhagslegri áhættu af innlendri atvinnuuppbyggingu í fiskeldi. Með hinni erlendu fjárfestingu hefur jafnframt komið mikilvæg reynsla og þekking á uppbyggingu í greininni,“ segir í greiningu Radarsins.

Þá segir að ótvírætt sé að fiskeldið hafi haft jákvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf. „Nú þegar er fiskeldi orðið veigamikill liður í útflutningi Íslendinga og mun vafalaust verða enn fyrirferðarmeira þegar fram líða stundir. Fiskeldi hefur burði til að vaxa að magni til á skömmum tíma, ólíkt veiðum á villtum fiski sem byggja á sjálfbærri nýtingu á takmörkuðum fiskistofnum.“

Bent er á að fólksfjölgun á heimsvísu ýti undir eftirspurn eftir próteini en ómögulegt sé að mæta eftirspurninni með auknum fiskveiðum. Fullyrt er að í þessari stöðu séu að finna tækifæri fyrir Íslendinga með tilliti til fiskeldis.

„Það eykur fjölbreytni í útflutningi og styrkir gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á atvinnulíf og samfélög víða um land. Ekki má heldur gleyma þeirri staðreynd að varanlegur vöxtur útflutningstekna er grundvallarforsenda sjálfbærs hagvaxtar og bættra lífskjara hér á landi.“

mbl.is