Föstudagspítsan: Fersk og óhefðbundin pítsa Finns

Uppskriftir | 14. júní 2024

Föstudagspítsan: Fersk og óhefðbundin pítsa Finns

Heiðurinn af föstudagspítsunni á Finnur Prigge nýútskrifaður bakari sem ætti að vera lesendum Matarvefsins vel kunnugur fyrir sínar girnilegu uppskriftir að bakkelsi og fleira ljúfmeti. Hann gerði til að mynda fallegu rauðu tertuna, Ástarblómið, fyrir forsetahjónin Guðna Th. Jóhannesson og Elizu Reid. Hér er hann kominn með uppskriftina að sinni uppáhaldspítsu sem hann gerir frá grunni og mun engan svíkja.

Föstudagspítsan: Fersk og óhefðbundin pítsa Finns

Uppskriftir | 14. júní 2024

Finnur Prigge á heiðurinn af föstudagspítsunni að þessu sinni sem …
Finnur Prigge á heiðurinn af föstudagspítsunni að þessu sinni sem er fersk og óhefðbundin með burrata osti. Samsett mynd/mbl.is/Eyþór Árnason

Heiðurinn af föstudagspítsunni á Finnur Prigge nýútskrifaður bakari sem ætti að vera lesendum Matarvefsins vel kunnugur fyrir sínar girnilegu uppskriftir að bakkelsi og fleira ljúfmeti. Hann gerði til að mynda fallegu rauðu tertuna, Ástarblómið, fyrir forsetahjónin Guðna Th. Jóhannesson og Elizu Reid. Hér er hann kominn með uppskriftina að sinni uppáhaldspítsu sem hann gerir frá grunni og mun engan svíkja.

Heiðurinn af föstudagspítsunni á Finnur Prigge nýútskrifaður bakari sem ætti að vera lesendum Matarvefsins vel kunnugur fyrir sínar girnilegu uppskriftir að bakkelsi og fleira ljúfmeti. Hann gerði til að mynda fallegu rauðu tertuna, Ástarblómið, fyrir forsetahjónin Guðna Th. Jóhannesson og Elizu Reid. Hér er hann kominn með uppskriftina að sinni uppáhaldspítsu sem hann gerir frá grunni og mun engan svíkja.

Finnur Prigge er nýúskrifaður bakari og er þekktur fyrir handverk …
Finnur Prigge er nýúskrifaður bakari og er þekktur fyrir handverk sitt í bakstri. mbl.is/Eyþór Árnason

„Þetta er mín uppáhaldspítsa, hún er fersk, bragðmikil og fer létt í maga. Á henni er enginn bakaður ostur eingöngu burrata sem er í miklu uppáhaldi hjá mér um þessar mundir. Burrata er ítalskur ostur úr kúamjólk. Hann er samansettur úr tveimur tegundum af ost, ytra lagið er mozzarella sem er fylltur með stracciatella osti og rjóma. Ég er einnig með klettasalat og ferska kirsuberjatómata sem gerir pítsuna einstaklega ferska,“ segir Finnur. 

Finnur gerir pítsubotnana frá grunni og kann vel til verka.
Finnur gerir pítsubotnana frá grunni og kann vel til verka. mbl.is/Eyþór Árnason
Leikur sér með deigið í höndunum.
Leikur sér með deigið í höndunum. mbl.is/Eyþór Árnason
Handbragðið flott.
Handbragðið flott. mbl.is/Eyþór Árnason
Pítsan hans Finns lítur vel út og fangar augað.
Pítsan hans Finns lítur vel út og fangar augað. mbl.is/Eyþór Árnason

Fersk, óhefðbundin pítsa með burrata osti

Pítsadeig

5 kúlur

Fordeig

(Gert með 2-3 tíma fyrirvara)

  • 120 g hveiti               
  • 120 g volgt vatn        
  • ½ tsk. þurrger     

Aðferð:

  1. Hrærið öll hráefnin saman með sleikju í hrærivélaskál og leggið til hliðar í 2-3 klukkustundir. 

Deig

  • Allt fordeigið (sjá uppskrift að ofan)                                 
  • 450 ml vatn                                       
  • 800 g brauð- eða pítsahveiti           
  • 20 g salt                                             
  • 45 g olía                                             
  • 1 1/5 tsk. þurrger                              

Aðferð:

  1. Setjið öll hráefnin í hrærivél og hnoðið þar til slétt og fínt deig er myndað, tekur um  það bil 10-15 mínútur.
  2. Látið deigið hvíla í skálinni í um það bil 15 mínútur.
  3. Skiptið deiginu í 5 hluta, búið til kúlur og setjið í eldfast mót eða bakka.
  4. Setjið plast yfir og í kæli yfir nótt.
  5. Takið deigið úr kæli 1-2 tímum fyrir bakstur.
  6. Hitið ofninn eins mikinn hita og hann kemst í.
  7. Fletjið út deigið í pítsur og útbúið fyrir bakstur (sjá samsetningu).
  8. Bakið pítsurnar þar til kantarnir eru komnir með góðan brúnan lit.

Samsetning

Sett á fyrir bakstur

  • Pítsasósa
  • Beikon
  • Svartar ólífur            

Setjið á eftir bakstur

  1. Klettasalat
  2. Kirsuberjatómatar
  3. Hakkaður burrata ostur
  4. Basilíkuolía
  5. Berið fram á fallegu viðarbretti og njótið í góðum félagsskap.
Ljúfmeti að njóta með burrata osti.
Ljúfmeti að njóta með burrata osti. mbl.is/Eyþór Árnason
mbl.is