Íslenskur netþjónn hýsti hryðjuverkaáróður

Ríki íslams | 14. júní 2024

Íslenskur netþjónn hýsti hryðjuverkaáróður

Lögreglan á Íslandi tók þátt í tveimur alþjóðlegum lögregluaðgerðum með Europol í vikunni. Beindust þær að netinnviðum sem hýstu vefsíður tengdar hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams og Al-Kaída. Þá var lagt hald á netþjón á Íslandi.

Íslenskur netþjónn hýsti hryðjuverkaáróður

Ríki íslams | 14. júní 2024

Ríkislögreglustjóri og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í aðgerðunum.
Ríkislögreglustjóri og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í aðgerðunum. mbl.is/Golli

Lögreglan á Íslandi tók þátt í tveimur alþjóðlegum lögregluaðgerðum með Europol í vikunni. Beindust þær að netinnviðum sem hýstu vefsíður tengdar hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams og Al-Kaída. Þá var lagt hald á netþjón á Íslandi.

Lögreglan á Íslandi tók þátt í tveimur alþjóðlegum lögregluaðgerðum með Europol í vikunni. Beindust þær að netinnviðum sem hýstu vefsíður tengdar hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams og Al-Kaída. Þá var lagt hald á netþjón á Íslandi.

Jean-Philippe Lecouffe, aðgerðastjóri Europol, greindi frá þessu á blaðamannafundi Europol í dag þar sem upplýst var um lögregluaðgerðirnar sem framkvæmdar voru í vikunni.

Níu voru handteknir á Spáni í tengslum við málin. Ríkislögreglustjóri Íslands og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í báðum aðgerðunum. Europol segir samstarfsverkefnið fordæmalaust.

Europol tók niður vefsíður.
Europol tók niður vefsíður. Ljósmynd/Colourbox

„Bókstaflega terrabæt“

Önnur aðgerðin, ALMUASASA, beindist gegn netinnviðum sem hýstu áóróðursvefsíðu Ríkis íslams (ISIS), Al-Kaída og bandamanna þeirra.

Spánverjar leiddu báðar aðgerðir í samstarfi við stjórnvöld á Íslandi, Bandaríkjunum og fjölda Evrópuríkja. ALMUASASA-aðgerðin hófst í janúar 2022, að sögn Alberto Rodríguez Vazquez, kapteins og fulltrúa ríkislögreglustjóra Spánar.

Vefsíðurnar voru ekki aðeins notaðar til að dreifa áróði og hvetja til ofbeldis, heldur einnig til að safna fjármagni, safna liði og skipuleggja árásir. Þá mátti einnig finna leiðbeiningar um hvernig eigi að smíða sprengur og hvernig ætti að skipuleggja hugsanlegar hryðjuverkaárásir.

„Aðgerðir þessarar viku hafa veitt okkur gríðarstórt magn upplýsinga. Bókstaflega terrabæt af þeim sem við munum rannsaka enn fremur,“ sagði José de la Mata Amaya, fulltrúi Spánverja hjá Eurojust, á fundinum í dag.

Hann skilaði m.a. þökkum til íslenskra stjórnvalda fyrir að aðstoða við aðgerðina.

„Niðurstöðurnar sem við erum að kynna í dag sýna að hryðjuverkasamtök eru stöðug ógn,“ sagði hann enn fremur.

HOPPER II

Hin aðgerðin, HOPPER II, beindist bæði að trúarlegum og pólitískum hryðjuverkaáróðri vítt og breitt á hinu pólitíska litrófi.

Þar náði Europol að loka 13 vefsíðum sem tengdust hryðjuverkasamtökum og lagði hald á fjóra netþjóna, á Íslandi, Rúmeníu og Úkraínu.

„Okkar starfi er ekki lokið. Við vitum nú þegar að nýjar vefsíður munu skjóta upp höfði,“ sagði Lecouffe.

mbl.is