Í tilefni þess og 80 ára afmælis lýðveldisins 17. júní næstkomandi deilir Snædís Xyza Mae Jónsdóttir, yfirmatreiðslumaður ION hótels og þjálfari íslenska kokkalandsliðsins, með lesendum Morgunblaðsins uppskriftinni að sínum uppáhaldshamborgara.
Í tilefni þess og 80 ára afmælis lýðveldisins 17. júní næstkomandi deilir Snædís Xyza Mae Jónsdóttir, yfirmatreiðslumaður ION hótels og þjálfari íslenska kokkalandsliðsins, með lesendum Morgunblaðsins uppskriftinni að sínum uppáhaldshamborgara.
Í tilefni þess og 80 ára afmælis lýðveldisins 17. júní næstkomandi deilir Snædís Xyza Mae Jónsdóttir, yfirmatreiðslumaður ION hótels og þjálfari íslenska kokkalandsliðsins, með lesendum Morgunblaðsins uppskriftinni að sínum uppáhaldshamborgara.
Snædís hefur svo sannarlega látið til sín taka síðastliðið ár og sýnt hversu hæfileikarík og megnug hún er á sínu sviði. Hún er listakokkur en hefur líka ástríðu fyrir að elda einfaldan og góðan mat og sérstaklega að grilla á sumrin. Þá koma hamborgararnir sterkir inn.
„Ég er algjör hamborgaragella, kolagrillaður hamborgari er ómótstæðilega góður og er mitt uppáhald. Það þarf ekki að vera flókið að gera góðan hamborgara, en aðalatriðið fyrir mitt leyti er að hamborgarabrauðið sé mjúkt og gott og alls ekki of þungt í sér. Síðan þurfa hamborgarabuffin að vera góð, mér finnst best að velja hamborgara í kjötbúðum og þá velja buff með aðeins hærri fituprósentu og í stærri kantinum eða um 140-150 gramma buff, þau eru best. Þá verða hamborgarabuffin mun meira djúsí og eru í minni hættu að verða seig og síðan er það osturinn, veislukosturinn. Ég vil hafa mikinn ost á mínum hamborgara og vel að vera með tvær tegundir af osti ofan á hamborgaranum mínum. Fyllinguna í hamborgarann er ávallt hægt að leika sér með en þessi uppskrift að mínum uppáhaldshamborgara, sem ég kalla gjarnan „got to“-hamborgarann“, er með allt sem mér finnst best að setja ofan á hann og milli,“ segir Snædís og er komin með vatn í munninn eftir hamborgaraspjallið.
Kolagrillaður hamborgari að hætti Snædísar
Fyrir 4
Aðferð:
Rauðlaukssulta
Aðferð:
Trufflumajó
Aðferð: