Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir fyrirhugað vantraust gegn Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra, vera dæmi um hversu lágt menn séu farnir að leggjast, til þess að fanga athygli í stjórnmálum.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir fyrirhugað vantraust gegn Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra, vera dæmi um hversu lágt menn séu farnir að leggjast, til þess að fanga athygli í stjórnmálum.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir fyrirhugað vantraust gegn Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra, vera dæmi um hversu lágt menn séu farnir að leggjast, til þess að fanga athygli í stjórnmálum.
Þingmenn Miðflokksins skoða um þessa mundir hvort að leggja skuldi fram tillögu um vantraust á hendur Bjarkeyjar vegna framganga hennar í hvalveiðimálinu.
Blaðamaður spurði ráðherrann út í vantrauststillöguna á kynningarfundi stjórnvalda vegna uppfærðrar aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum.
„Ég horfði á þetta með sömu augum og vantrausts sem við felldum fyrir ekki löngu síðan,“ segir Bjarni og vísar til vantrauststillögu Pírata og Flokk fólksins í apríl, sem var felld með 35 atkvæðum gegn 25.
„Hér erum við að tala um nýjasta ráðherra ríkisstjórnarinnar, sem hefur starfað í nokkrar vikur. Mér finnst þetta vera dæmi um það hversu lágt menn eru farnir að leggjast, til þess að fanga athygli í stjórnmálum í dag,“ segir Bjarni.