Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra samþykkt

Útlendingafrumvarp 2024 | 14. júní 2024

Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra samþykkt

Útlendingafrumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra hefur verið samþykkt á Alþingi.

Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra samþykkt

Útlendingafrumvarp 2024 | 14. júní 2024

Útlendingafrumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra hefur verið samþykkt.
Útlendingafrumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra hefur verið samþykkt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Útlendingafrumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra hefur verið samþykkt á Alþingi.

Útlendingafrumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra hefur verið samþykkt á Alþingi.

Þetta gerðist fyrir skömmu í atkvæðagreiðslu á Alþingi.

Lögunum er ætlað að samræma íslenska löggjöf um útlendinga að því sem fyrirfinnst á öðrum Norðurlöndum. Lögin set­ja meðal annars strang­ari skil­yrði um dval­ar­leyfi og fjöl­skyldusam­ein­ing­ar.

Guðrún sagði fyrir atkvæðagreiðsluna að með lögunum væru séríslensk lög um útlendinga afnumin. 

Þingmenn Samfylkingarinnar og Viðreisnar sátu hjá

Þingmenn ríkisstjórnarinnar greiddu atkvæði með frumvarpinu ásamt þingmönnum Flokks fólksins. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, greiddi einnig atkvæði með frumvarpinu, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var fjarverandi þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 

Þingmenn Samfylkingarinnar greiddu ekki atkvæði ásamt þingmönnum Viðreisnar. Þingmenn Pírata greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. 

Alls greiddu 42 þingmenn atkvæði með frumvarpinu.

mbl.is