Almenn sátt virðist ríkja á meðal landsmanna um kjör Höllu Tómasdóttur sem forseta Íslands samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup.
Almenn sátt virðist ríkja á meðal landsmanna um kjör Höllu Tómasdóttur sem forseta Íslands samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup.
Almenn sátt virðist ríkja á meðal landsmanna um kjör Höllu Tómasdóttur sem forseta Íslands samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup.
Ríflega helmingur þeirra sem svöruðu sagðist mjög eða að öllu leyti sáttur við kjör Höllu í embættið og nærri tveir af hverum tíu eru frekar sáttir. Rúmlega 8% eru frekar ósáttir og tæplega 6% eru mjög eða öllu leyti ósáttir.
Fyrir utan þau sem kusu Höllu eru þau sem kusu Katrínu Jakobsdóttur og Höllu Hrund Logadóttur líklegust til að vera sátt með kjör Höllu Tómasdóttur. Kjósendur Jóns Gnarr voru líklegastir til að vera ósáttir með kjörið.
Konur eru aðeins sáttari við kjör Höllu en karlar en ekki mælist tölfræðilega marktækur munur eftir öðrum bakgrunnsbreytum eins og aldri, búsetu, menntun, tekjum eða eftir því hvar fólk stendur í stjórnmálum, heldur virðist almenn sátt þvert á hópa samfélagsins.
Rúmlega 30% svarenda sögðust hafa ákveðið sig á kjördag þegir þeir voru spurðir hvenær þeir hefðu tekið ákvörðun um hvern þeir ætluðu að kjósa og 11% gerðu upp hug sinn daginn fyrir kjördag. Yngra fólk var almennt líklega til að ákveða sig seinna en eldra fólk.
Þrjú af hverjum fjórum sem kusu Höllu Tómasdóttur sögðust hafa ákveðið sig innan við viku fyrir kjördag en helmingur kjósenda Katrínar Jakobsdóttur gerði upp hug sinn þremur vikum fyrir kjördag.
Niðurstöðurnar eru úr netkönnum sem Gallup gerði dagana 5.-10. júní. Heildarúrtakstærð var 1.749 og var þátttökuhlutfallið 49,9%.