Fyrsti opinberi viðburður Katrínar í nær hálft ár

Kóngafólk í fjölmiðlum | 15. júní 2024

Fyrsti opinberi viðburður Katrínar í nær hálft ár

Katrín prinsessa af Wales kom opinberlega fram í fyrsta sinn í morgun síðan hún greindist með krabbamein. 

Fyrsti opinberi viðburður Katrínar í nær hálft ár

Kóngafólk í fjölmiðlum | 15. júní 2024

Katrín prinsessa af Wales kom opinberlega fram í fyrsta sinn í morgun síðan hún greindist með krabbamein. 

Katrín prinsessa af Wales kom opinberlega fram í fyrsta sinn í morgun síðan hún greindist með krabbamein. 

Katrín tilkynnti í mars hún að hún væri með krabbamein og í tilheyrandi meðferð. Hún kom síðast opinberlega fram í desember.

Skrúðgangan Trooping the Colour, afmælisganga Karls Bretakonungs, fór fram í Lundúnum í morgun og sást Katrín, ásamt börnum sínum þremur, í vagni þar sem leið þeirra lá á útsýnisstað svo þau gætu fylgst með skrúðgöngunni.

Þrír mánuðir eftir af meðferð

Prinsessan tilkynnti í gær að hún væri hægt og rólega að koma til, meðferðin væri að virka og að hún ætti um þrjá mánuði eftir af henni.

„Ég hlakka til að mæta í afmælisgöngu konungsins um helgina með fjölskyldunni minni og vonast til að taka þátt í nokkrum opinberum viðburðum í sumar,“ sagði Katrín.

Bæði Katrín prinsessa og Karl Bretakonungur eru með krabbamein.

Katrín prinsessa af Wales, í vagninum á leið sinni á …
Katrín prinsessa af Wales, í vagninum á leið sinni á útsýnissvæði þar sem hún getur fylgst með skrúðgöngunni. AFP/Henry Nicholls
mbl.is