Gallaþröskuldur annar á Neskaupstað en í Reykjavík

Dagmál | 15. júní 2024

Gallaþröskuldur annar á Neskaupstað en í Reykjavík

Komi upp leyndur galli í húsnæði í Reykjavík sem kostar 8 milljónir að gera við, er ekki þar með sagt að hann fáist bættur frá seljanda. Það gæti aftur á móti reynst niðurstaðan á Neskaupstað.

Gallaþröskuldur annar á Neskaupstað en í Reykjavík

Dagmál | 15. júní 2024

Komi upp leyndur galli í húsnæði í Reykjavík sem kostar 8 milljónir að gera við, er ekki þar með sagt að hann fáist bættur frá seljanda. Það gæti aftur á móti reynst niðurstaðan á Neskaupstað.

Komi upp leyndur galli í húsnæði í Reykjavík sem kostar 8 milljónir að gera við, er ekki þar með sagt að hann fáist bættur frá seljanda. Það gæti aftur á móti reynst niðurstaðan á Neskaupstað.

Þetta bendir Haukur Örn Birgisson, hæstaréttarlögmaður, á í viðtali í Dagmálum þar sem rætt er um gallamál í fasteignum en þeim fer fjölgandi þessi árin.

Samkvæmt lögum þarf leyndur galli í notuðu húsnæði að nema að minnsta kosti 10% af virði þess til þess að hægt sé að sækja bætur vegna hans. Af því leiðir að mismunandi fasteignaverð, vítt og breitt um landið veldur því að hinna svokallaði gallaþröskuldur er mismunandi eftir því hvar fólk býr, jafnvel þótt það kosti jafn, eða svipað mikið að gera við lekt þak eða annarskonar galla í húsnæði þegar hans verður vart.

Skýringar Hauks Arnar á þessu álitamáli eru forvitnilegar og hlýða má á þær í spilaranum hér að ofan.

Í gegnum hlekkinn hér að neðan geta áskrifendur Morgunblaðsins hlýtt á viðtalið í heild:

mbl.is