Þessi steik svíkur engan

Uppskriftir | 15. júní 2024

Þessi steik svíkur engan

Þessa dýrðlegu steik verðið þið að prófa, hún er syndsamlega góð og svíkur engan. Matarmenn fóru á kostum á dögunum þegar þeir birtum þetta myndband á Instagram-síðu sinni, fólk hreinlega slefaði yfir steikinni. Hér er á ferðinni „dry aged Tomahawk Ribey “ásamt sætkartöflu „Mac & Cheese“ mús, og steikin er löðrandi í heimalöguðu steikarsmjöri. Er þetta ekki þjóðhátíðarsteikin í ár?

Þessi steik svíkur engan

Uppskriftir | 15. júní 2024

Þessi steik gæti orðið þjóðhátíðarsteikin í ár.
Þessi steik gæti orðið þjóðhátíðarsteikin í ár. Samsett mynd

Þessa dýrðlegu steik verðið þið að prófa, hún er synd­sam­lega góð og svík­ur eng­an. Mat­ar­menn fóru á kost­um á dög­un­um þegar þeir birt­um þetta mynd­band á In­sta­gram-síðu sinni, fólk hrein­lega slefaði yfir steik­inni. Hér er á ferðinni „dry aged Toma­hawk Ri­bey “ásamt sæt­kart­öflu „Mac & Cheese“ mús, og steik­in er löðrandi í heima­löguðu steik­ars­mjöri. Er þetta ekki þjóðhátíðarsteik­in í ár?

Þessa dýrðlegu steik verðið þið að prófa, hún er synd­sam­lega góð og svík­ur eng­an. Mat­ar­menn fóru á kost­um á dög­un­um þegar þeir birt­um þetta mynd­band á In­sta­gram-síðu sinni, fólk hrein­lega slefaði yfir steik­inni. Hér er á ferðinni „dry aged Toma­hawk Ri­bey “ásamt sæt­kart­öflu „Mac & Cheese“ mús, og steik­in er löðrandi í heima­löguðu steik­ars­mjöri. Er þetta ekki þjóðhátíðarsteik­in í ár?

View this post on In­sta­gram

A post shared by Mat­ar­menn (@mat­ar­menn)

Dry aged Toma­hawk Ri­bey ásamt sæt­kart­öflu „Mac & Cheese“ mús og heima­löguðu steik­ars­mjöri

Steik­ars­mjör 

300 g smjör 

Ólífu­olía


1 hvít­lauk­ur 

2 msk. hvít­lauks­duft


2/​3 bolli fersk stein­selja 

1 msk. papriku­duft


2 vor­lauk­ar


1 msk. gróft Dijon sinn­ep

1 msk. Dijon sinn­ep

Chili blanda eft­ir smekk


Salt eft­ir smekk 




Aðferð:

Leyfið smjör­inu að standa í stofu­hita í minnst 3 klukku­tíma.

Hitið ofn­inn í 200°C.

Skerið hvít­lauk­inn þvert, hellið ólífu olíu í sárið og stráið sjáv­ar­salti yfir. 

Setjið nú hvít­lauk­inn í álp­app­ír og inn í ofn í 35 mín­út­ur eða þar til hann verður gull­in­brúnn og mjúk­ur.

Setjið smjörið, hvít­lauks­duftið, papriku­duftið, dijon sinn­epið, chili blöndu, salt, smátt skor­inn vor­lauk­inn og stein­selj­una sam­an í skál og blandið sam­an.

Að lok­um kreistið þið bakaðan hvít­lauk­inn ofan í skál­ina. 



Blandið öllu sam­an með písk og setjið í smjörpapp­ír, álp­app­ír eða plast­filmu og geymið í ís­skáp (sjá mynd­bandið).

Sæt­kart­öflu „Mac & Cheese“ mús 



2/​3 stór sæt kart­afla 

200 g makkarón­ur 

Ólífu olía 

1 dl rjómi 

1 msk. tóm­at paste

Salt eft­ir smekk


2 boll­ar rif­inn mozzar­ella

100 g rif­inn par­mes­an ost­ur

1 msk. nýkreist sítr­óna 

Brauðten­ing­ar eft­ir smekk

Aðferð:

Hitið ofn­inn í 200°C.

Skerið sætu kart­öfl­una til helm­inga og penslið sár­in með ólífu­olíu.

Látið sár­in snúa niður í eld­föstu móti og bakið í 45 mín­út­ur eða þar til kart­afl­an er orðin bökuð í gegn. 



Setjið bökuðu kart­öfl­una á pönnu ásamt rjóm­an­um og leyfið að malla sam­an í um 2 mín­út­ur á miðlungs­há­um hita. 



Sjóðið makkarón­ur eft­ir leiðbein­ing­um. 



Bætið á pönn­una tóm­at paste-inu, ólífu­olíu slettu, mozzar­ella ost­in­um, salti, sítr­ónu og blandið sam­an. 



Næst koma makkarón­urn­ar sam­an við og komið öllu fyr­ir í eld­föstu móti.

Brjótið brauðten­ing­ana og stráið yfir eld­fasta mótið og bakið á 200°C í 10 mín­út­ur eða þar til ten­ing­arn­ir eru orðnir fal­lega brún­ir. 



Þegar rétt­ur­inn kem­ur úr ofn­in­um , stráið þá par­mes­an ost­in­um yfir heitt fatið.

Dry aged Toma­hawk Ri­bey

1 stk. dry aged Toma­hawk Ri­bey

Aðferð:

Horfið á mynd­bandið hjá Mat­ar­mönn­um og lærið tækn­ina hvernig á að grilla steik sem þessa.

Grillið eft­ir leiðbein­ing­um frá sér­fræðing­un­um sem þið verslið steik­ina hjá og notið kjöt­hita­mæli ef þess þarf.

Steik­ars­mjörið er sett á steik­ina þegar búið er að grilla hana og hún fer í hvíld (sjá upp­skrift fyr­ir neðan og mynd­band).

mbl.is