Kraftaverk að eignast barn 48 ára

Spurðu lýtalækninn | 17. júní 2024

Kraftaverk að eignast barn 48 ára

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica, var 48 ára þegar hún eignaðist yngsta barn sitt sem er núna 11 ára. Hún segir að það haldi henni ungri að hafa eignast barn á þessum aldri og hún vilji vera hraust og heilbrigð fyrir dóttur sína. 

Kraftaverk að eignast barn 48 ára

Spurðu lýtalækninn | 17. júní 2024

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica, var 48 ára þegar hún eignaðist yngsta barn sitt sem er núna 11 ára. Hún segir að það haldi henni ungri að hafa eignast barn á þessum aldri og hún vilji vera hraust og heilbrigð fyrir dóttur sína. 

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica, var 48 ára þegar hún eignaðist yngsta barn sitt sem er núna 11 ára. Hún segir að það haldi henni ungri að hafa eignast barn á þessum aldri og hún vilji vera hraust og heilbrigð fyrir dóttur sína. 

„Á hana yndislegu Þórdísi Láru með Sigurði Ragnarssyni manninum mínum. Þetta var ekki þannig erfitt. Hélt þetta yrði erfiðara. Ég þarf að halda mér hraustri og heilbrigðri fyrir hana,“ segir Þórdís í Dagmálum Morgunblaðsins. 

Þórdís segist vera sú eina í vinahópnum sem eigi svona unga dóttur og það geri það að verkum að hún er með verri forgjöf í golfi en vinir hennar. 

„Ég er með hræðilega forgjöf í golfi,“ segir Þórdís og segir að það sé algert kraftaverk að eignast barn á þessum aldri því það sé sjaldgæft. 

mbl.is