Netanjahú leysir upp þjóðstjórnina

Ísrael/Palestína | 17. júní 2024

Netanjahú leysir upp þjóðstjórnina

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur leyst upp þjóðstjórn landsins. 

Netanjahú leysir upp þjóðstjórnina

Ísrael/Palestína | 17. júní 2024

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. AFP

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur leyst upp þjóðstjórn landsins. 

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur leyst upp þjóðstjórn landsins. 

CNN greinir frá en ákvörðunin er tekin í kjölfar þess að Benny Gantz og Gadi Eisenkot sögðu sig úr stjórninni í síðustu viku. Gantz sagði forsætisráðherrann koma í veg fyrir sigur í stríðinu á Gasa. 

Þjóðstjórnin var mynduð fimm dögum eftir að stríðið hófst. Auk Netanjahú, Gantz og Eisenkot áttu Yoav Gallant varnarmálaráðherra, Aryeh Deri og Ron Dermer sæti í henni. 

BBC greinir frá því að viðkvæm mál tengd stríðsrekstrinum verði nú rædd á enn minni vettvangi.

Talsmaður ísraelska hersins (IDF) sagði að málið myndi ekki hafa áhrif á stjórnkerfi hersins. 

mbl.is