Sælkeraborgarinn hans Jafets slær öll met

Uppskriftir | 17. júní 2024

Sælkeraborgarinn hans Jafets slær öll met

Jafet Bergmann Viðarsson meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu veit fátt betra á sumrin en grillaður sumarlegur sælkeraborgari sem bræðir hjörtu matgæðingsins. Hamborgarinn hans ber nafn með rentu, Sælkeraborgarinn.

Sælkeraborgarinn hans Jafets slær öll met

Uppskriftir | 17. júní 2024

Jafet Bergmann Viðarsson landsliðskokkur deilir með lesendum uppskriftinni að sínum …
Jafet Bergmann Viðarsson landsliðskokkur deilir með lesendum uppskriftinni að sínum uppáhaldshamborgara, grilluðum sælkerarborgara sem slær öll met. Samsett mynd

Jafet Berg­mann Viðars­son meðlim­ur í ís­lenska kokka­landsliðinu veit fátt betra á sumr­in en grillaður sum­ar­leg­ur sæl­kera­borg­ari sem bræðir hjörtu mat­gæðings­ins. Ham­borg­ar­inn hans ber nafn með rentu, Sæl­kera­borg­ar­inn.

Jafet Berg­mann Viðars­son meðlim­ur í ís­lenska kokka­landsliðinu veit fátt betra á sumr­in en grillaður sum­ar­leg­ur sæl­kera­borg­ari sem bræðir hjörtu mat­gæðings­ins. Ham­borg­ar­inn hans ber nafn með rentu, Sæl­kera­borg­ar­inn.

Jafet er með heima­bakað brauð í ham­borg­ar­an­um sín­um, laukssultu, ham­borg­ara úr ís­lensku nauta­kjöt, am­er­ísk­an ost, þykkt bei­kon og spæld egg. Ef þið viljið gera „The Ultima­te burger“ legg­ur Jafet til að þið steikið foie gras og bætið ofan á ham­borg­ar­ann. Þá eru þið kom­in með tryllt­an sæl­kera­borg­ara.

Jafet bakar sín eigin hamborgarabrauð.
Jafet bak­ar sín eig­in ham­borg­ara­brauð. Ljós­mynd/​Jafet Berg­mann Viðars­son
Girnileg hamborgarabrauðin nýbökuð.
Girni­leg ham­borg­ara­brauðin ný­bökuð. Ljós­mynd/​Jafet Berg­mann Viðars­son
Jafet blandar saman nautahakki og nautafitu í hamborgarana sína sem …
Jafet bland­ar sam­an nauta­hakki og nautafitu í ham­borg­ar­ana sína sem ger­ir þá meira djúsí. Ljós­mynd/​Jafet Berg­mann Viðars­son
Heimagerðar laukssultan hans Jafets er ómissandi á sælkeraborgarann.
Heima­gerðar laukssult­an hans Jafets er ómiss­andi á sæl­kera­borg­ar­ann. Ljós­mynd/​Jafet Berg­mann Viðars­son
Dýrð að sjá þessa sælkeraborgara og spælda eggið gerir þá …
Dýrð að sjá þessa sæl­kera­borg­ara og spælda eggið ger­ir þá svo góða. Ljós­mynd/​Jafet Berg­mann Viðars­son

Sæl­kera­borg­ar­inn hans Jafets með spældu eggi

Fyr­ir ham­borg­ar­ann

  • 4 stk. heima­bökuð ham­borg­ara­brauð (sjá upp­skrift fyr­ir neðan)
  • 4 stk. nauta­borg­ar­ar (sjá upp­skrift fyr­ir neðan)
  • 4-8 sneiðar am­er­ísk­ur ost­ur
  • 4 sneiðar þykkt bei­kon
  • 4 egg, spæld
  • Laukssultu (sjá upp­skrift fyr­ir neðan)
  • Foie gras ef vill/​val­frjálst

Ham­borg­ara­brauð

  • 2 msk. þurr­ger
  • 260 g volgt vatn (um það bil 43°C)
  • 80 g græn­met­isol­ía
  • 50 g syk­ur
  • 1 stórt egg, pískað
  • 1 tsk. salt
  • 360-420 g hveiti

Aðferð:

  1. Setjið sam­an ger og volgt vatn í stóra skál.
  2. Bætið við olíu og sykri, látið standa í 5 mín­út­ur.
  3. Eft­ir 5 mín­út­ur ætti bland­an að vera freyðandi.
  4. Þeytið eggið sam­an við blönd­una.
  5. Blandið salti og hveiti hægt sam­an við.
  6. Haldið áfram að bæta hveiti sam­an við þar til þið hafið fengið mjúkt deig.
  7. Hnoðið deigið í hræri­vél með hnoðkróki í 3-5 mín­út­ur, þar til það er slétt og teygj­an­legt (Ef þið viljið ekki nota hræri­vél geti þið hnoðað með hönd­un­um).
  8. Láttu deigið hef­ast í um það bil 30 mín­út­ur.
  9. Skiptið deig­inu í 8 jafna hluta, mótið hvern hluta í kúlu.
  10. Hitið ofn­inn í 190°C.
  11. Setjið deig­kúl­urn­ar á bök­un­ar­plötu.
  12. Breiðið yfir þær með eld­hús­hand­klæði og látið hvíla í 10 mín­út­ur.
  13. Eft­ir 10 mín­út­ur, penslið þá boll­urn­ar með eggja­blöndu.
  14. Bakið þar til boll­urn­ar eru orðnar gyllt­ar, tek­ur um það bil 8-12 mín­út­ur.

Lauksulta

  • 1200 g lauk­ur
  • 140 g epla­e­dik
  • 200 g hun­ang
  • 200 g smjör

Aðferð:

  1. Skerið lauk­inn smátt.
  2. Bræðið smjörið á pönnu yfir meðal­hita.
  3. Bætið laukn­um út í og steikið hann þar til hann verður gull­in­brúnn.
  4. Bætið epla­e­diki og hun­angi út í pönn­una.
  5. Látið malla og eld­ast þar til sult­an hef­ur þykknað, um það bil 20-30 mín­út­ur.
  6. Smakkið til með salti.

Ham­borg­ar­ar

  • 800 g nauta­hakk
  • 200 g nautafita
  • Hvít­laukskrydd, paprikukrydd, msg, salt og pip­ar eft­ir smekk.

Aðferð:

  1. Blandið nauta­hakki og nautafitu sam­an í skál þar til jafnt blandað.
  2. Skiptið blönd­unni í 8 jafna hluta og mótið úr þeim ham­borg­ara.
  3. Kryddið ham­borg­ar­ana með salti og pip­ar eft­ir smekk.
  4. Grillið ham­borg­ar­ana á meðal­hita þar til þeir ná kjör­hita­stigi, um það bil 4-5 mín­út­ur á hvorri hlið fyr­ir meðal­steikt.
  5. Berið fram með heima­bökuðu ham­borg­ara­brauði, lauksultu, am­er­ísk­um osti, þykku bei­koni og spældu eggi.
  6. Berið fram og njótið.
Sælkeraborgarinn hans Jafets.
Sæl­kera­borg­ar­inn hans Jafets. Ljós­mynd/​Jafet Berg­mann Viðars­son
mbl.is