Laura Wyford er einstæð bresk móðir sem á von á sínu öðru barni eftir stutt ástarsamband með manni sem hún kynntist á stefnumótaforritinu Tinder í september síðastliðnum. Hún deildi ótrúlegri sögu sinni, í viðtali við The Sun, þar sem hún sagði frá því hvernig hún komst að því að maðurinn væri giftur.
Laura Wyford er einstæð bresk móðir sem á von á sínu öðru barni eftir stutt ástarsamband með manni sem hún kynntist á stefnumótaforritinu Tinder í september síðastliðnum. Hún deildi ótrúlegri sögu sinni, í viðtali við The Sun, þar sem hún sagði frá því hvernig hún komst að því að maðurinn væri giftur.
Laura Wyford er einstæð bresk móðir sem á von á sínu öðru barni eftir stutt ástarsamband með manni sem hún kynntist á stefnumótaforritinu Tinder í september síðastliðnum. Hún deildi ótrúlegri sögu sinni, í viðtali við The Sun, þar sem hún sagði frá því hvernig hún komst að því að maðurinn væri giftur.
Konan segir að hún og dularfulli Tinder-maðurinn hafi smollið saman frá byrjun en þau fóru á nokkur vel heppnuð stefnumót. Sum stefnumótanna gengu svo vel að turtildúfurnar áttu það til að enda í íbúð mannsins til að njóta rómantískrar kvöldstundar saman.
Hins vegar slokknaði neistinn hjá þeim eftir aðeins nokkrar vikur og þau fóru hvort í sína áttina. Það var ekki fyrr en þremur mánuðum seinna sem konan komst að því að hún væri ólétt. Hún tók strax upp símann og fljótlega kom í ljós að engin leið var að ná í manninn þar sem hann hafði breytt símanúmeri sínu og hunsaði öll skilaboð á samfélagsmiðlum.
Konan tók þá til sinna ráða og fór heim til mannsins. Henni brá þegar undrandi par tók á móti henni í dyragættinni. Þetta var þá Airbnb-íbúð sem maðurinn hafði leigt fyrir rómantísku kvöldstundirnar þeirra saman. „Það var bókstaflega engin önnur leið fyrir mig til að ná sambandi við hann, þannig að ég ákvað að ganga með barnið,“ segir konan.
Nokkrum mánuðum seinna fékk hún Facebook-skilaboð frá eiginkonu dularfulla Tinder-mannsins sem vildi bjóða henni á kaffihús til að spjalla. „Ég ítrekaði að ég hafði ekki hugmynd um hana og þeirra hjónaband en ég var sammála að við yrðum að komast til botns í þessu.“
Þegar konurnar loksins hittust kom í ljós að börnin þeirra voru í sama bekk í skóla. Eiginkonan varð hins vegar brjáluð þegar hún komst af því að maðurinn hennar ætti von á barni með annarri konu.
Konan var nú þegar stödd í martröð þegar grunnskóli dóttur hennar hafði samband nokkrum dögum seinna og tilkynnti henni um að dóttirin hafi verið lögð í einelti í skólanum. Hún átti þó aldrei von á að gerandinn væri sonur Tinder-mannsins en eiginkonan hafði viljandi sagt drengnum að koma illa fram við bekkjarsystur sína.
Maðurinn hefur haft samband við Wyford og vill vera hluti af lífi barnsins sem þau eiga von á saman en hún á skiljanlega erfitt með að treysta honum þar sem hann vill enn þá búa með eiginkonunni.