Birti myndir af börnunum rétt fyrir handtökuna

Föðurhlutverkið | 18. júní 2024

Birti myndir af börnunum rétt fyrir handtökuna

Rétt áður en það bárust fregnir af handtöku Justin Timberlakes birti eiginkona hans, leikkonan Jessica Biel, myndir af börnum þeirra á Instagram. Hjónin birta sjaldan myndir af börnum sínum á samfélagsmiðlum. 

Birti myndir af börnunum rétt fyrir handtökuna

Föðurhlutverkið | 18. júní 2024

Jessica Biel birti myndir af Justin Timberlake í föðurhlutverkinu rétt …
Jessica Biel birti myndir af Justin Timberlake í föðurhlutverkinu rétt áður en hann var handtekinn. Samsett mynd

Rétt áður en það bárust fregnir af handtöku Justin Timberlakes birti eiginkona hans, leikkonan Jessica Biel, myndir af börnum þeirra á Instagram. Hjónin birta sjaldan myndir af börnum sínum á samfélagsmiðlum. 

Rétt áður en það bárust fregnir af handtöku Justin Timberlakes birti eiginkona hans, leikkonan Jessica Biel, myndir af börnum þeirra á Instagram. Hjónin birta sjaldan myndir af börnum sínum á samfélagsmiðlum. 

Biel og Timberlake eiga synina Silas sem er níu ára og Phineas sem er þriggja ára. Þrátt fyrir að birta myndirnar af þeim passa þau sig að birta ekki myndir af andlitum þeirra. 

„Þú ert svo margt í hugum margra. En þú ert kletturinn okkar. Kletturinn sem við klifrum á, höllum okkur að. Kletturinn sem skýlir okkur frá sólinni,“ skrifaði Biel meðal annars og sagðist hún vonast til þess að þau jarðtengi hann. 

Hefur verið bent á að færslan hafi ekki elst vel þar sem aðeins stuttu eftir að Biel birti hana var Timberlake handtekinn fyrir að keyra undir áhrifum. 

View this post on Instagram

A post shared by Jessica Biel (@jessicabiel)

Jessica Biel og Justin Timberlake eiga tvo syni.
Jessica Biel og Justin Timberlake eiga tvo syni. AFP
mbl.is