Er hægt að skilja án þess að sundra fjölskyldunni?

Theodor Francis Birgisson | 18. júní 2024

Er hægt að skilja án þess að sundra fjölskyldunni?

Theodor Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi og fjölskylduráðgjafi hjá Lausninni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá konu sem hefur óskað eftir skilnaði við eiginmann sinn en hann er ekki á sömu skoðun.

Er hægt að skilja án þess að sundra fjölskyldunni?

Theodor Francis Birgisson | 18. júní 2024

Theodor Francis Birgisson svarar spurningum lesenda.
Theodor Francis Birgisson svarar spurningum lesenda. Samsett mynd

Theodor Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi og fjölskylduráðgjafi hjá Lausninni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá konu sem hefur óskað eftir skilnaði við eiginmann sinn en hann er ekki á sömu skoðun.

Theodor Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi og fjölskylduráðgjafi hjá Lausninni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá konu sem hefur óskað eftir skilnaði við eiginmann sinn en hann er ekki á sömu skoðun.

Sæll og blessaður.

Ég og maður­inn minn höf­um gengið í gegn­um langt og erfitt tíma­bil og nú er ég ákveðin í að skilja. Ég hef rætt það við hann margoft í marga mánuði að ég vilji skilja og að við ætt­um að fara að ganga frá okk­ar mál­um. Ég setti „dead- line“ í janú­ar en nú er kom­inn júní og ekk­ert mjak­ast. Hann neit­ar að horf­ast í augu við þetta og taka næstu skref. Svo á hann það til að detta í þung­lyndi, segj­ast ætla að láta sig hverfa eða saka mig um að vera hræðileg móðir að sundra fjöl­skyld­unni. Ég er hins veg­ar öll að vilja gerð með að skipta eig­um og vil endi­lega að þetta endi á vina­leg­um nót­um. Hvað get ég gert til þess að ég fái að halda áfram með lífið án þess þó að þurfa að grípa til þess að verða al­ger tík? Er ein­hver leið til þess að meðhöndla mál­in mjúk­lega?

Kveðja, BN

Sæl og blessuð og takk fyr­ir þessa spurn­ingu.

Skilnaður er alltaf ákveðin brot­lend­ing og það er aldrei sárs­auka­laust að brot­lenda en það er samt hægt að gera það án þess að „farþegar og áhöfn“ vél­ar­inn­ar skaðist stórlega. Til þess þarf hins veg­ar gagn­kvæm­an vilja og ein­læg sam­töl. Í ykk­ar til­felli tel ég að aðkoma fagaðila sé nauðsyn­leg. Það er mjög lík­legt að hann heyri ekki þínar rök­semd­ar­færsl­ur og eins lík­legt að þú þú heyr­ir ekki hans sjón­ar­mið.

Þið þurfið því að ná að heyra í hvort örðu og sjá sjón­ar­horn hvors ann­ars. Þrátt fyr­ir að skilnaðir séu oft­ast mjög sárs­auka­full­ir þá er til mjög gott líf eft­ir skilnað og stund­um er skilnaður besta leiðin fyr­ir fólk.

Það eru til góðar aka­demísk­ar rann­sókn­ir sem sýna að það er ekki gott fyr­ir börn að al­ast upp í fjöl­skyldu þar sem for­eldr­ar eru í ít­rekuðum átök­um. Í sum­um til­fell­um er hrein­lega betra fyr­ir börn­in að for­eldr­ar skilji og nái hvort fyr­ir sig að búa til ánægju­legra líf. Ef þú ert ákveðin í að slíta sam­band­inu þá hef­ur þú full­kom­inn rétt á því og þó að það sért þú sem biður um skilnað þá er ástand sam­bands­ins ekki minna á hans ábyrgð en þinni. Það ert því ekki þú sem ert að sundra fjöl­skyld­unni held­ur þið. Það er oft mjög erfitt fyr­ir þann sem ekki vill skilnað að sætta sig við þá hug­mynd að ástandið sé líka sér að kenna. Oft­ast finnst fólki best að geta kennt ein­hverj­um öðrum um stöðuna en sári sann­leik­ur­inn er að ábyrgðin er ykk­ar beggja. Gangi þér vel með þetta erfiða verk­efni.

Kveðja,

Theodor

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Theodor spurn­ingu HÉR.

mbl.is