Framsóknarmenn munu verja matvælaráðherra

Vantraust á Bjarkeyju | 18. júní 2024

Framsóknarmenn munu verja matvælaráðherra

Ingibjörg Ólöf Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir þingmenn Framsóknar ætla að verja Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra gegn vantrauststillögunni sem Miðflokksmenn lögðu fram á Alþingi í dag.

Framsóknarmenn munu verja matvælaráðherra

Vantraust á Bjarkeyju | 18. júní 2024

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ingibjörg Ólöf Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir þingmenn Framsóknar ætla að verja Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra gegn vantrauststillögunni sem Miðflokksmenn lögðu fram á Alþingi í dag.

Ingibjörg Ólöf Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir þingmenn Framsóknar ætla að verja Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra gegn vantrauststillögunni sem Miðflokksmenn lögðu fram á Alþingi í dag.

Hún segir engan þingfund skipulagðan til að ræða tillöguna. Þá segist hún ekki vita til þess að málið hafi verið rétt sérstaklega á milli stjórnarflokkanna.

Hefðu kosið styttri málsmeðferðartíma

Þingmenn Miðflokksins lögðu fram vantrauststillögu á Bjarkeyju Olsen á þingi í dag. Bergþór Ólason, þingmaður flokksins, segir ástæðuna vera framgöngu ráðherra í hvalveiðimálinu.

Hval­ur óskaði eft­ir end­ur­nýj­um leyf­is til veiða á langreyðum 30. janú­ar og var um­sókn­in fyrst af­greidd tæp­um fjór­um og hálf­um mánuði síðar. Þá gildir leyfið aðeins út yfirstandandi ár.

Ingibjörg kveðst taka undir að málsmeðferðartíminn hefði mátt vera skemmri.

Út frá þeim lögum sem séu í gildi í dag sé heimilt að veiða hval og því hefði verið eðlilegt að veita leyfið til lengri tíma.

Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is