Gerir ráð fyrir því að Framsókn verji Bjarkeyju

Hvalveiðar | 18. júní 2024

Gerir ráð fyrir því að Framsókn verji Bjarkeyju

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar, gerir ráð fyrir því að allir þingmenn Framsóknar muni verja Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra vantrausti.

Gerir ráð fyrir því að Framsókn verji Bjarkeyju

Hvalveiðar | 18. júní 2024

Lilja segir vantrauststillöguna vera dæmigert útspil af hálfu stjórnarandstöðunnar til …
Lilja segir vantrauststillöguna vera dæmigert útspil af hálfu stjórnarandstöðunnar til að draga úr trausti á ríkisstjórninni. Samsett mynd

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar, gerir ráð fyrir því að allir þingmenn Framsóknar muni verja Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra vantrausti.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar, gerir ráð fyrir því að allir þingmenn Framsóknar muni verja Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra vantrausti.

Tillagan er dæmigert útspil af hálfu stjórnarandstöðunnar, að sögn Lilju. 

Telur þú að allir í Framsókn muni verja Bjarkeyju vantrausti?

„Ég geri ráð fyrir því, já. Við erum í ríkisstjórnarsamstarfi og við stöndum með ráðherrunum sem sitja við borðið,“ segir Lilja í samtali við mbl.is.

Dæmigert útspil

Miðflokk­ur­inn lagði fram til­lög­una í dag og gera má ráð fyrir því að kosið verði um hana á morgun eða hinn.

Ástæðan er fram­ganga Bjarkeyjar í hval­veiðimál­inu. Þetta er fjórða vantrauststillagan sem lögð er fram á þessu ári og má rekja þær allar, að hluta til eða öllu leyti, til meðhöndlunar matvælaráðherra á hvalveiðimálum. Tvívegis hafa þó tillögurnar verið dregnar til baka. 

„Það er hlutverk stjórnarandstöðunnar að reyna að draga úr trausti á ríkisstjórninni þannig þetta er dæmigert slíkt útspil,“ segir Lilja um fjölda vantrauststillagna.

mbl.is