Miðflokkurinn mun leggja fram vantrauststillögu á Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra á Alþingi í dag.
Miðflokkurinn mun leggja fram vantrauststillögu á Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra á Alþingi í dag.
Miðflokkurinn mun leggja fram vantrauststillögu á Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra á Alþingi í dag.
Þetta staðfestir Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.
Hann kveðst vera búinn að senda vantrauststillöguna á Birgi Ármannsson, forseta Alþingis, og gerir ráð fyrir að tillögunni verði dreift til þingmanna við upphaf þingfundar í dag.
Aðspurður kveðst Bergþór hafa átt í góðu samtali við stjórnarandstöðuflokkana og að það kæmi honum á óvart ef tillagan nyti ekki stuðnings þeirra.
Birgir kveðst ekki geta staðfest hvenær vantrauststillagan verði tekin til umræðu og greidd verði atkvæði um hana.
Fyrst muni hann þó venju samkvæmt eiga samtal við þingflokksformenn um tímasetningu og fyrirkomulag umræðunnar. Á undanförnum árum hefðu umræður og atkvæðagreiðsla farið fram einum eða tveimur sólarhringum eftir að vantrauststillaga er lögð fram.