„Prinsessa Logadóttir væntanleg í ágúst“

Frægar fjölskyldur | 18. júní 2024

„Prinsessa Logadóttir væntanleg í ágúst“

Fyrrverandi handboltakappinn Logi Geirsson og Inga Tinna Sigurðardóttir, forstjóri Dineout, greindu frá því í apríl síðastliðnum að þau ættu von á sínu fyrsta barni saman. Um helgina opinberuðu þau svo kyn barnsins í færslu á Instagram. 

„Prinsessa Logadóttir væntanleg í ágúst“

Frægar fjölskyldur | 18. júní 2024

Logi Geirsson og Inga Tinna Sigurðardóttir eiga von á sínu …
Logi Geirsson og Inga Tinna Sigurðardóttir eiga von á sínu fyrsta barni saman, en fyrir á Logi tvö börn. Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínarson

Fyrrverandi handboltakappinn Logi Geirsson og Inga Tinna Sigurðardóttir, forstjóri Dineout, greindu frá því í apríl síðastliðnum að þau ættu von á sínu fyrsta barni saman. Um helgina opinberuðu þau svo kyn barnsins í færslu á Instagram. 

Fyrrverandi handboltakappinn Logi Geirsson og Inga Tinna Sigurðardóttir, forstjóri Dineout, greindu frá því í apríl síðastliðnum að þau ættu von á sínu fyrsta barni saman. Um helgina opinberuðu þau svo kyn barnsins í færslu á Instagram. 

Með færslunni birtu þau myndband þar sem þau standa á sólarströnd og sprengja konfettísprengjur, en úr þeim kemur bleikt konfettí sem gefur til kynna að stúlka sé á leiðinni. „Prinsessa Logadóttir væntanleg í ágúst,“ skrifuðu þau við myndbandið. 

Greint var frá því á Smartlandi í júlí á síðasta ári að Logi og Inga Tinna væru nýtt par,en þá voru þau sögð hafa verið að stinga saman nefjum í þó nokkurn tíma. 

Fjölskylduvefur mbl.is óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is