Quang Le heimsótti meinta þolendur

Matvælalager í Sóltúni 20 | 18. júní 2024

Quang Le heimsótti meinta þolendur

Quang Le, sem grunaður er um umfangsmikil mansalsbrot, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og skipulagða brotastarfsemi, hefur heimsótt meint fórnarlömb í málinu. 

Quang Le heimsótti meinta þolendur

Matvælalager í Sóltúni 20 | 18. júní 2024

Davíð Viðarsson er meðal annars eigandi Kastali guesthouse í miðbæ …
Davíð Viðarsson er meðal annars eigandi Kastali guesthouse í miðbæ Reykjavíkur. Hann er sagður hafa heimsótt meinta þolendur í málinu. Samsett mynd/Eggert Jóhannesson

Quang Le, sem grunaður er um umfangsmikil mansalsbrot, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og skipulagða brotastarfsemi, hefur heimsótt meint fórnarlömb í málinu. 

Quang Le, sem grunaður er um umfangsmikil mansalsbrot, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og skipulagða brotastarfsemi, hefur heimsótt meint fórnarlömb í málinu. 

Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur í mansalsmálum hjá ASÍ segir það dæmigerða hegðun geranda í svona málum og bendir á að það sé lögreglumál ef reynt er að hafa áhrif á fórnarlömb.

Quang Le, einnig nefndur Davíð Viðarsson, hefur verið umsvifamikill á íslenskum veitingahúsmarkaði og á fasteignir víða um Reykjavík. Hann sat í gæsluvarðhaldi í um 14 vikur en var látinn laus á föstudag. Hann er í 12 vikna farbanni. Samkvæmt heimildum mbl.is sást hann á veitingastað í miðbænum um liðna helgi þar sem hann heilsaði upp á fyrrum starfsmenn sína. 

Saga Kjartansdóttir.
Saga Kjartansdóttir. Ljósmynd/Aðsend

„Tökum þetta trúanlegt“

Saga segir ASÍ meðvitað um að Quang Le hafi heimsótt fórnarlömb í málinu. 

„Við tökum þetta trúanlega því þetta er þannig séð dæmigert í mansalsmálum að gerandinn reynir að ná aftur tökum á þolandanum. Því kemur þetta okkur ekki á óvart,“ segir Saga.

Hún bendir á að hann sé sakaður um að ná tekjum af fólki og vonandi hefur lögregla úrræði til þess að hjálpa þeim sem eru í þolendur í málinu.

Til mikils að vinna hjá gerendum 

„Og að lögregla hafi leiðir til þess að ætlaður gerandi sé ekki að hafa áhrif á ætlaða þolendur. Hann er með mikil ítök. Þó að við höfum markvisst verið að vinna í því að skapa traust þolenda til kerfisins en engu að síður hafa gerendur mikil ítök eftir áralanga misneytingu,“ segir Saga.

Hún segir til mikils að vinna fyrir gerendur í mansalsmálum að halda ítökum yfir fólki og því mikið undir hjá honum að ekki sé borið vitni gegn honum. Þá sé hægt að hagnast frekar á þeim.

Veit ekki hvort þolendum hafi verið hótað 

Hún segist ekki vita til þess að vitni í málinu hafi verið hótað.

„Við vitum ekki um efni þessara samtala. En þetta lítur auðvitað út fyrir að vera þannig að viðkomandi er að reyna að hafa áhrif. Það er í það minnsta grunsamlegt ef eitt fyrsta verk meints geranda er að spjalla við vitnin í málinu og mögulega reyna að hafa áhrif á þau. Það er lögreglumál ef svo er,“ segir Saga.

mbl.is