Þingmenn Samfylkingarinnar munu greiða atkvæði með vantrauststillögu Miðflokksins á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra.
Þingmenn Samfylkingarinnar munu greiða atkvæði með vantrauststillögu Miðflokksins á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra.
Þingmenn Samfylkingarinnar munu greiða atkvæði með vantrauststillögu Miðflokksins á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra.
Þetta segir Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í samtali við mbl.is
„Við lítum ekki svo á að það sé okkar hlutverk að styðja ráðherra vantrausti. Ráðherra situr ekki í embætti með stuðningi Samfylkingarinnar og við vantreystum ríkisstjórninni í heild sinni,“ segir Jóhann.
Hann grunar það sterklega að stjórnarandstaðan muni kjósa í takt gegn Bjarkeyju.
Þingflokksformaður Viðreisnar greindi frá því í samtali við mbl.is að flokkurinn myndi styðja tillöguna og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að tillagan væri lögð fram á málefnalegum forsendum.
„Ég held að allir finni það að það er þjóðþrifaverk að losna sem fyrst við þessa ríkisstjórn og það væri skringilegt fyrir okkur í stjórnarandstöðu að styðja einstaka ráðherra, það er ekki okkar hlutverk,“ segir Jóhann.
Þess má vænta að greidd verði atkvæði um tillöguna á morgun eða hinn.