Sítrónu matchakúlur fyrir sælkera

Uppskriftir | 18. júní 2024

Sítrónu matchakúlur fyrir sælkera

Langar þig að eiga sæta ljúffenga en holla bita til að narta í ? Þá eru þessar dásamlegu matcakúlur málið. Þessi uppskrift kemur úr smiðju Kristjönu Steingrímsdóttur, alla jafna kölluð Jana, heilsumarkþjálfa og uppskriftahöfundar. Þær eru syndsamlega góðar og líka svo fallegar fyrir augað.

Sítrónu matchakúlur fyrir sælkera

Uppskriftir | 18. júní 2024

Sítrónumatcha kúlur sem gleðja sálina.
Sítrónumatcha kúlur sem gleðja sálina. Ljósmynd/Jana

Langar þig að eiga sæta ljúffenga en holla bita til að narta í ? Þá eru þessar dásamlegu matcakúlur málið. Þessi uppskrift kemur úr smiðju Kristjönu Steingrímsdóttur, alla jafna kölluð Jana, heilsumarkþjálfa og uppskriftahöfundar. Þær eru syndsamlega góðar og líka svo fallegar fyrir augað.

Langar þig að eiga sæta ljúffenga en holla bita til að narta í ? Þá eru þessar dásamlegu matcakúlur málið. Þessi uppskrift kemur úr smiðju Kristjönu Steingrímsdóttur, alla jafna kölluð Jana, heilsumarkþjálfa og uppskriftahöfundar. Þær eru syndsamlega góðar og líka svo fallegar fyrir augað.

Sítrónu matchakúlur

  • 1 ½ dl kókosmjöl
  • 1 ½ dl möndlumjöl
  • 1 tsk. vanilla
  • 1/8  tsk. af salti
  • 1 tsk. matcha
  • Rifinn börkur af einni sítrónu
  • 1 msk. sítrónusafi
  • 3 msk. ljóst hunang
  • 3 msk. möndlusmjör

Aðferð:

  1. Blandið öllu saman í matvinnsluvél, hnoðið í litlar kúlur og setið í frysti yfir nótt.
  2. Berið fram og njótið í góðum félagsskap.
  3. Vert að athuga að kúlurnar geymast vel.
mbl.is