Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur endurskoðað húsnæðisáætlanir 62 sveitarfélaga fyrir þetta ár og áætlar að samtals 3.020 fullbúnar íbúðir verði klárar fyrir árslok. Sveitarfélögin áætla hins vegar að þörf verði fyrir að meðaltali 4.700 íbúðir að meðaltali á næstu fimm árum og telur HMS því afar ólíklegt að íbúðaþörf ársins verði uppfyllt.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur endurskoðað húsnæðisáætlanir 62 sveitarfélaga fyrir þetta ár og áætlar að samtals 3.020 fullbúnar íbúðir verði klárar fyrir árslok. Sveitarfélögin áætla hins vegar að þörf verði fyrir að meðaltali 4.700 íbúðir að meðaltali á næstu fimm árum og telur HMS því afar ólíklegt að íbúðaþörf ársins verði uppfyllt.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur endurskoðað húsnæðisáætlanir 62 sveitarfélaga fyrir þetta ár og áætlar að samtals 3.020 fullbúnar íbúðir verði klárar fyrir árslok. Sveitarfélögin áætla hins vegar að þörf verði fyrir að meðaltali 4.700 íbúðir að meðaltali á næstu fimm árum og telur HMS því afar ólíklegt að íbúðaþörf ársins verði uppfyllt.
Í tilkynningu á vef HMS kemur fram að samtals hafi húsnæðisáætlun 62 af 64 sveitarfélögum verið endurskoðuð, en það eru aðeins Grindavíkurbær og Tálknafjarðarhreppur sem þar standa út af. Er það annars vegar vegna aðstæðna í Grindavík og hins vegar þar sem Tálknafjarðarhreppur hefur nú sameinast Vesturbyggð og mun sameinað sveitarfélag vinna nýja áætlun fyrir næsta ár.
Mannfjöldi landsins er á bilinu 384 þúsund upp í 403 þúsund eftir því hvort miðað er við tölur Hagstofunnar eða Þjóðskrár. Samkvæmt mannfjöldaspá allra sveitarfélaga til ársins 2033 er áætlað að íbúafjöldi verði á bilinu 461 þúsund upp í 530 þúsund, með miðgildi upp á 497 þúsund.
Samkvæmt miðspánni mun íbúum landsins fjölga um 10,8% á næstu fimm árum og um 21,7% á næstu tíu árum.Til samanburðar hefur íbúum fjölgað um 9,9% á síðustu fimm árum.
Samkvæmt þessum tölum er áætlað að íbúðum þurfi að fjölga um 15,1% á næstu fimm árum eða að meðaltali um tæplega 4.700 íbúðir á ári. Frá 2029 til 2033 er áætluð þörf fyrir 4.300 íbúðir á ári, en þessi munur á fyrri fimm árunum og seinni fimm árunum helgast af því að í dag telja sveitarfélögin að vinna þurfi á óuppfylltri íbúðaþörf.
Í heildina er því áætluð þörf fyrir um 45 þúsund íbúðir á næstu tíu árum, en mest vantar á höfuðborgarsvæðinu þar sem áætluð þörf er 15.600 íbúðir á næstu fimm árum.