Eiginkonan alblóðug á hótelherberginu

Poppkúltúr | 19. júní 2024

Eiginkonan alblóðug á hótelherberginu

Howie Mandel, einn af dómurum vinsælu sjónvarpsþáttanna America's Got Talent, hefur opnað sig um óhugnanlegt atvik þegar hann fann eiginkonu sína, Terry, alblóðuga um miðja nótt á gólfinu inni á hótelherbergi þeirra hjóna í Las Vegs á dögunum.

Eiginkonan alblóðug á hótelherberginu

Poppkúltúr | 19. júní 2024

Howie Mandel.
Howie Mandel. Skjáskot/Facebook

Howie Mandel, einn af dómurum vinsælu sjónvarpsþáttanna America's Got Talent, hefur opnað sig um óhugnanlegt atvik þegar hann fann eiginkonu sína, Terry, alblóðuga um miðja nótt á gólfinu inni á hótelherbergi þeirra hjóna í Las Vegs á dögunum.

Howie Mandel, einn af dómurum vinsælu sjónvarpsþáttanna America's Got Talent, hefur opnað sig um óhugnanlegt atvik þegar hann fann eiginkonu sína, Terry, alblóðuga um miðja nótt á gólfinu inni á hótelherbergi þeirra hjóna í Las Vegs á dögunum.

Mandel sagði í spjallþættinum Live With Kelly and Mark að hann hafi vaknað við háan hvell og orðið skelfingu lostinn þegar hann kveikti ljósin í herberginu. Þar lá Terry á gólfinu í blóðpolli. Hún hafði verið á brölti um nóttina þegar hún missti jafnvægið og féll harkalega utan í vegg með þeim afleiðingum að hún hlaut slæma áverka á vinstra auga og kinnbeini. Þá opnaðist einnig stór skurður á enninu á henni. 

Mandel segist strax hafa byrjað að þrýsta á skurðinn og fann til kaldan drykk í ísskápnum til að kæla bólgurnar á meðan hann hafði samband við neyðarlínuna. Hann segir það aðeins heppni að ekki hafi farið verr og staðfestir að Terry sé á góðum batavegi eftir slysið.

Þau höfðu verið úti að skemmta sér þetta kvöld og er ölvun sögð ástæða slæms jafnvægis hjá Terry.

Hjónin kynntust fyrst sem skólafélagar í menntaskóla og hafa verið gift síðan árið 1980. Núna eiga þau saman þrjú börn, þau Alex, Jackie og Riley.

Page Six

mbl.is