Embla hitti förðunardrottninguna á bak við Huda Beauty

TikTok | 19. júní 2024

Embla hitti förðunardrottninguna á bak við Huda Beauty

Förðunarfræðingurinn og samfélagsmiðlastjarnan Embla Wigum heldur áfram að koma fylgjendum sínum á óvart, en á dögunum birti hún myndband af sér með förðunardrottningunni Huda Kattann sem er stofnandi vinsæla snyrtivörumerkisins Huda Beauty.

Embla hitti förðunardrottninguna á bak við Huda Beauty

TikTok | 19. júní 2024

Embla Wigum hitti á dögunum förðunarfræðinginn og athafnakonuna Huda Kattann, …
Embla Wigum hitti á dögunum förðunarfræðinginn og athafnakonuna Huda Kattann, en hún er stofnandi Huda Beauty. Samsett mynd

Förðunarfræðingurinn og samfélagsmiðlastjarnan Embla Wigum heldur áfram að koma fylgjendum sínum á óvart, en á dögunum birti hún myndband af sér með förðunardrottningunni Huda Kattann sem er stofnandi vinsæla snyrtivörumerkisins Huda Beauty.

Förðunarfræðingurinn og samfélagsmiðlastjarnan Embla Wigum heldur áfram að koma fylgjendum sínum á óvart, en á dögunum birti hún myndband af sér með förðunardrottningunni Huda Kattann sem er stofnandi vinsæla snyrtivörumerkisins Huda Beauty.

Embla hefur slegið rækilega í gegn á samfélagsmiðlum að undanförnum, en hún birtir bæði förðunar- og lífstílstengt efni á Instagram, TikTok og Youtube og er með yfir 4,1 milljón fylgjenda þvert á miðlana. 

Í árslok 2021 elti Embla langþráðan draum og flutti til Lundúna þar sem hún er búsett í dag, en síðan þá hefur hún fengið fjölmörg tækifæri til að hitta stórstjörnur úr hinum ýmsu geirum. Það er til að mynda ekki langt síðan Embla birti mynd af sér með leikkonunni og Stranger Things-stjörnunni Millie Bobby Brown.

Ein frægasta förðunardrottning heims

Á dögunum birti Embla myndskeið á TikTok-reikningi sínum þar sem hún sést hitta Kattann í persónu og þær faðmast innilega, en við myndskeiðið skrifaði hún: „Frá því að spara og kaupa Huda-púðrið yfir í að hitta Hudu sjálfa.“

Kattann er sjálf förðunarfræðingur sem skaust á stjörnuhimininn árið 2010 þegar hún opnaði bloggsíðu undir nafninu Huda Beauty þar sem hún birti förðunarmyndbönd og deildi förðunartrixum. Hún stofnaði svo snyrtivörumerkið Huda Beauty árið 2013 en í dag er merkið með vinsælustu snyrtivörumerkjum heims og er metið á 560 milljón bandaríkjadali, eða sem nemur rúmum 78 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. 

@emblawigum sweetest person ever 🥹😭 @Huda Beauty ♬ original sound - sunny
mbl.is