Greiða atkvæði um vantrauststillöguna á morgun

Hvalveiðar | 19. júní 2024

Greiða atkvæði um vantrauststillöguna á morgun

Þingmenn munu á morgun greiða atkvæði um vantrauststillögu Miðflokksins á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra. 

Greiða atkvæði um vantrauststillöguna á morgun

Hvalveiðar | 19. júní 2024

Vænta má þess að niðurstaða verði fengin í tillöguna um …
Vænta má þess að niðurstaða verði fengin í tillöguna um hádegi á morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þingmenn munu á morgun greiða atkvæði um vantrauststillögu Miðflokksins á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra. 

Þingmenn munu á morgun greiða atkvæði um vantrauststillögu Miðflokksins á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra. 

Þetta segir Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, í samtali við mbl.is.

Hann gerir ráð fyrir því að umræður um tillöguna hefjist rétt upp úr klukkan 11 og svo í kjölfarið verður kosið. 

„Ég átti fund með þingflokksformönnum í gær og það var niðurstaðan. Sem sagt að vantrauststillagan verður rædd og afgreidd í einni lotu, eins og alltaf er gert. Gerum ráð fyrir því að þetta byrji upp úr 11 á morgun og verði búið í hádeginu,“ segir Birgir. 

Óljóst hvað allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins gera

Þingmenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Flokks Fólksins og Miðflokksins hafa gefið það út að flokkarnir muni styðja tillöguna.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í samtali við mbl.is í gær að hann hallaðist að því að kjósa með tillögunni og sagði tillöguna vera málefnalega.

Ingibjörg Isaksen, Þingflokksformaður Framsóknar, sagði í samtali við mbl.is í gær að allir þingmenn Framsóknar myndu verja Bjarkeyju vantrausti. Ekki liggur fyrir hvort að allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni verja Bjarkeyju vantrausti.

mbl.is