„Þetta var algjör hryllingur, að vera þarna, og allt sem fylgdi því að spila þarna,“ sagði körfuknattleiksmaðurinn Kristófer Acox í Dagmálum.
„Þetta var algjör hryllingur, að vera þarna, og allt sem fylgdi því að spila þarna,“ sagði körfuknattleiksmaðurinn Kristófer Acox í Dagmálum.
„Þetta var algjör hryllingur, að vera þarna, og allt sem fylgdi því að spila þarna,“ sagði körfuknattleiksmaðurinn Kristófer Acox í Dagmálum.
Kristófer, sem er þrítugur, varð Íslandsmeistari með Val á dögunum eftir sigur gegn Grindavík í oddaleik í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins.
Kristófer gekk til liðs við Denain í frönsku B-deildinni frá KR eftir tímabilið 2018 en entist ekki lengi í Frakklandi.
„Ég fór í viðtal við mbl.is á sínum tíma þar sem ég var meðal annars spurður að því hvernig þetta væri og hvernig mér liði þarna úti,“ sagði Kristófer.
„Ég svaraði því til að körfuboltinn væri mjög góður og að deildin væri sterk en að bærinn væri lítill og að það talaði enginn ensku. Þetta var fátækur bær og það var ekkert þarna, lítið að gera, þannig að við vorum mikið heima að stara á vegginn, bíðandi eftir næstu æfingu,“ sagði Kristófer.
Kristófer meiddist á ökkla í Frakklandi og gat því ekki beitt sér að fullum krafti og reyndi, eftir að hann meiddist, að fá samningi sínum rift.
„Viðtalið sem ég fór í á mbl.is endaði á borði forseta liðsins og hann talaði ekki stakt orð í ensku. Hann notaði Google translate og tók viðtalinu mjög illa. Hann hélt mér í gíslingu. Þeir neituðu að losa mig undan samningi og þeir voru ekki heldur að borga mér laun.
Þeir vissu að leikmannaglugganum yrði lokað hinn 15. nóvember heima á Íslandi og þetta endaði með því að þeir héldu mér fram yfir þá dagsetningu og bæði ég og KR þurftum að borga þeim til þess að fá samningnum rift,“ sagði Kristófer meðal annars.
Viðtalið við Kristófer í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.