Helga Magga gerir gómsætar eggjanúðlur í hnetusmjörssósu

Uppskriftir | 19. júní 2024

Helga Magga gerir gómsætar eggjanúðlur í hnetusmjörssósu

Helga Magga heilsumarkþjálfi og samfélagsmiðlastjarna elskar fátt meira ein einfalda og fljótlega matargerð. Hún leitast eftir því að vera með rétti sem hægt er að galdra fram á augabragði líkt og þennan gómsæta eggjanúðlurétt í hnetusmjörssósu. Fullkominn réttur til að njóta í miðri viku á meðan veðurguðirnir gráta fyrir utan gluggann.

Helga Magga gerir gómsætar eggjanúðlur í hnetusmjörssósu

Uppskriftir | 19. júní 2024

Gómsætar eggjanúðlur í hnetusmjörssósu.
Gómsætar eggjanúðlur í hnetusmjörssósu. Samsett mynd

Helga Magga heilsumarkþjálfi og samfélagsmiðlastjarna elskar fátt meira ein einfalda og fljótlega matargerð. Hún leitast eftir því að vera með rétti sem hægt er að galdra fram á augabragði líkt og þennan gómsæta eggjanúðlurétt í hnetusmjörssósu. Fullkominn réttur til að njóta í miðri viku á meðan veðurguðirnir gráta fyrir utan gluggann.

Helga Magga heilsumarkþjálfi og samfélagsmiðlastjarna elskar fátt meira ein einfalda og fljótlega matargerð. Hún leitast eftir því að vera með rétti sem hægt er að galdra fram á augabragði líkt og þennan gómsæta eggjanúðlurétt í hnetusmjörssósu. Fullkominn réttur til að njóta í miðri viku á meðan veðurguðirnir gráta fyrir utan gluggann.

Eggjanúðlur í hnetusmjörssósu

  • 4 kjúklingabringur (u.þ.b. 850 g)
  • 400 g spergilkál
  • 300 g eggjanúðlur (hráar)
  • Kasjúhnetur til að skreyta með í lokin ef vill

Aðferð:

  1. Byrjið á því að skera kjúklinginn í bita og steikið hann síðan þar til hann er fulleldaður og setjið hann svo til hliðar.
  2. Skerið spergilkálið í hæfilega bita og steikið það svo á pönnunni.
  3. Setjið smá vatn á pönnuna til að mýkja kálið.
  4. Setjið síðan spergilkálið til hliðar.
  5. Síðan er gerið þið sósuna.

Hnetusmjörssósa

  • 4 msk. hnetusmjör (60 g)
  • 2 msk. sojasósa
  • 4 msk. ostrusósa (60 g)
  • 2 msk. sriracha hot sósa
  • 2 hvítlauksrif
  • 6 msk. hrísgrjóna edik (100 g)
  • 2 msk. sesamolía
  • 200 ml vatn eða meira

Aðferð:

  1. Lagið sósuna á pönnunni.
  2. Látið malla í nokkrar mínútur.
  3. Sjóðið eggjanúðlurnar á meðan.
  4. Setjið síðan núðlurnar út í sósuna á pönnunni ásamt kjúklingnum og spergilkálinu.
  5. Mjög gott að setja smá muldar kasjúhnetur yfir í lokin eða á hvern disk.
mbl.is